Þriðjudagur, 15. mars 2016
Spítali er ekki flokksmál, heldur ríkisstjórnar
Hvorki Framsóknarflokkurinn né nokkur annar einn stjórnmálaflokkur mun ráða uppbyggingu sjúkrahúss. Ríkisstjórn með meirihluta alþingis á bakvið sig ræður ferðinni.
Framsóknarflokkurinn ásamt grasrótarhópum benda á að Hringbrautin sé ekki æskilegur staður fyrir frekari uppbyggingu Landspítala. Rökin eru sterk en þau hrína ekki á fagvaldinu sem vill sinn spítala á torfunni sinni. Stjórnarandstaðan á alþingi er mótfallin nýrri staðsetningu.
Eftir útspil bæjarstjóra Garðabæjar í síðustu viku mátti ætla að Sjálfstæðisflokkurinn færðist nær Framsóknarflokknum í málinu. En orð heilbrigðisráðherra gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé harður á uppbyggingu við Hringbraut.
Úr því sem komið er verður engin þjóðfélagshreyfing um staðarval spítala. Þjóðaratkvæðagreiðsla um staðarval er algerlega út í bláinn.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna ættu sem fyrst að hittast og komast að niðurstöðu. Það stendur upp á framsóknarmenn að sýna þroskað pólitískt raunsæi í spítalamálinu.
![]() |
Samþykktu ekki nýjan spítala við Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 15. mars 2016
Löggæsla hjónabanda
Í stað þess að ríkið fari inn í parsambönd og skilgreini hvað má og hvað ekki væri nær að aðgreina skýrar í lögum hjónaband og parsamband. Hjónabandið sem stofnun ætti að njóta aukinnar lagaverndar á meðan parsamband ætti að standa utan laga.
Afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks er komið út í öfgar. Frjálsir einstaklingar eiga að vera háðir tískustraumum samfélagsstjórnmála um hvernig þeir haga sínum málum.
Frelsi fylgir ábyrgð. Þegar ábyrgð á hjónabandi og parsambandi flyst frá einstaklingum til ríkisvaldsins þrengist um einstaklingsfrelsið. Við færumst skrefi nær vöggustofusamfélaginu þar sem stóri bróðir skammtar okkur tilvist úr krepptum hnefa.
![]() |
Meiri vernd gegn ofbeldi í sambandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. mars 2016
Pútín skrefi á undan samsæriskenningum
Bandarísk yfirvöld og vinir þeirra í Nató eru í lausu lofti eftir að Pútín Rússlandsforseti ákveður að skera niður herstyrk Rússa í Sýrlandi.
Með töluverðri fyrirhöfn reyndu Bandaríkin og Nató-þjóðirnar að mála fyrirætlanir Pútín í Miðausturlöndum sem lið í endurnýjaðri heimsyfirráðastefnu Rússa.
Heimköllun rússnesks herafla frá Sýrlandi gæti raunar verið merki um baktjaldasamninga við Bandaríkin um framtíð Úkraínu. Vegir stórveldanna í alþjóðastjórnmálum er órannsakanlegir. Hvort sem það er tilfellið eða ekki verður að hanna nýja samsæriskenningu um Pútín.
![]() |
Rússar hverfa frá Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. mars 2016
Leiftursókn á Bessastaði
Mótsögin í aðdraganda forsetakosninganna er þessi: Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, gerði embættið til mun pólitískara en áður. Síðustu forsetakosningar voru pólitískar; Ólafur Ragnar var frambjóðandi hægrimann en Þóra vinstrimanna.
Kosningarnar í sumar eru enn sem komið ópólitískar. Stjórnmálamenn eru ekki hátt skrifaðir almennt og það er líkleg ástæða hlédrægni þeirra. Á hinn bóginn kunna stjórnmálamenn kosningabaráttu og kannski bíða þeir færis.
Þeir sem ætla sér í slaginn geta ekki beðið mikið lengur. Leiftursókn á Bessastaði er ekki sá bragur sem ætti að vera á forsetakosningum.
![]() |
Kjósa má átta vikum fyrir kjördag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. mars 2016
Þýsku kosningarnar eru stórt Nein
Sigurvegarar kosninganna í Þýskalandi, AfD, er flokkurinn sem segir nei við Merkel kanslara, nei við flóttamönnum, nei við Evrópusambandið, nei við múslímum, nei við fjölmiðlum og nei við evruna. Þannig útskýrir álitsgjafi Spiegel niðurstöðu kosninganna í þrem þýskum fylkjum í gær.
Merkel kanslari mótar þýska pólitík síðustu árin, aðrir fylgja. Nema AfD, sem býður valkost: ekki taka við flóttamönnum; ekki niðurgreiða efnahag Grikkja, Ítala, Portúgala og annarra evru-ríkja; ekki leyfa múslímavæðingu samfélagsins; ekki láta frjálslynda fjölmiðla ráða dagskrá stjórnmálanna.
Sigur AfD er afgerandi. Flokkurinn fær frá 12 prósent fylgi upp í 24 prósent. Sigur AfD breytir þýskum stjórnmálum og þar með evrópskum stjórnmálum. Stjórnmálaöfl með líkar áherslur og AfD fá aukinn styrk.
Evrópska stjórnmálaelítan verður að finna bakkgírinn í stórum málum til að verða ekki skilin eftir af flokkum eins og AfD. Pólitísk kreppa ofan á flóttamanna-kreppuna sem lagðist á evru-kreppuna verður þolraun meginlands Evrópu næstu árin.
![]() |
"Hryllingsdagur" fyrir Merkel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 13. mars 2016
Stjórnarskráin og vinstribyltingin sem ekki varð
Vinstriflokkarnir voru þau pólitísku öfl sem knúðu á um nýja stjórnarskrá. Eftir að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að skipa ólögmætt stjórnlagaþing sem ráð - er setti saman nýja stjórnarskrá.
Vinstriflokkarnir, sem fengu meirihlutafylgi þjóðarinnar 2009, guldu afhroð fjórum árum síðar. Þjóðin afþakkaði vinstribyltinguna með afgerandi hætti.
Stjórnarskrá 1944-lýðveldisins stenst tímans tönn. Aðeins byltingarsinnar vilja breyta stjórnarskránni.
![]() |
Nefndin fái ráðrúm til að ljúka vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. mars 2016
Forsetaframbjóðandi Pírata
Píratar mælast með 35 til 40 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Af fylginu að ráða skyldi ætla að Píratar standi fyrir hneigð í þjóðarsálinni í átt að píratískri pólitík og gildismati. Löngu áður en gengið verður til þingkosninga 2017 verður þjóðin að kjósa sér forseta.
Af þeim mörgu sem kallaðir eru til framboðs forseta er áberandi að enginn þeirra er píratískur í fasi, framkomu eða pólitísku yfirbragði. Og það eru þrír mánuðir til kosninga.
Annað tveggja er að forsetaframbjóðandi Pírata sé ekki enn fundinn eða hitt að fylgi Pírata í skoðanakönnunum sé ekki til marks um pólitíska þróun eða breytta stjórnmálamenningu. Að fylgi Pírata sé froða sem verður ekki að neinu þegar á hólminn er komið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 12. mars 2016
Samfylkingin: byltingarflokkur nóttina eftir hrun
Samfylkingin fagnaði framgangi auðmanna í útrás, studdi Jón Ásgeir í slag við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar um fjölmiðlalög og bauð Björgólf Guðmundsson á landsfund 2003.
Samfylking var ríkisstjórnarflokkur með Sjálfstæðisflokknum árið 2007 - 2009 og bar fulla pólitíska ábyrgð á hruninu.
Eftir hrun ákvað Samfylkingin að verða byltingarflokkur Íslands, sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkin, keyrði á ESB-aðild af hörku og heimtaði afnám 1944-lýðveldisins með nýrri stjórnarskrá.
Samfylkingin er enn byltingarflokkur, vill ESB-aðild og krefst uppstokkunar stjórnarskrárinnar.
Þjóðin prófaði Samfylkinguna sem byltingarflokk kjörtímabilið 2009 til 2013. Flokkurinn fékk 30 prósent fylgi í upphafi kjörtímabilsins en var sparkað með látum út úr sjórnarráðinu fjórum árum síðar með 12,9 prósent fylgi. Þetta er mesta fylgishrun stjórnarflokks í gervallri sögu Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Í dag mælist byltingarflokkurinn með 8 prósent fylgi.
Samfylkingin er byltingarflokkurinn sem dagaði uppi í sólskini ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
![]() |
Breytingaafl ekki mótmælaafl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12. mars 2016
Verðlækkun á bílum í vor
Nýir bílar, sem fluttir voru inn í haust og vetur, eru yfirverðlagðir. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi gerðu innflytjendur ráð fyrir verðbólgu í kjölfar kjarasamninga en hún lætur á sér standa. Í öðru lagi er verðhjöðnun í Evrópu og Asíu, sem veit á lækkun innflutningsverðs. Í þriðja lagi styrkist krónan gagnvart erlendum gjaldmiðlum.
Nýir bílar eru líklega yfirverðlagðir um 8 til 12 prósent. Umboðin reyna í lengstu lög að halda uppi verðinu á nýjum bílum. Keðjuverkun fer af stað þegar nýir bílar lækka í verði, verðfall verður á notuðum bílum.
Stór hluti bílaflotans er í eigu bílaleigufyrirtækja. Þau eru þegar farin að lækka verðið á sínum bílum. Til dæmis lækkaði bílleiga verðið á Mitsubishi Pajero árg. 2013 leðurútgáfu úr 6,5 m.kr. í 5,9 m.kr. núna fyrir helgi.
Ef umboðin lækka ekki verðið á nýjum bílum mun fleiri sjá tækifæri að flytja beint inn bíla. Umboðin reyna ýmis sölutrix, t.d. auglýsir eitt þeirra frítt bensín í eitt ár, en það er ígildi 200 til 300 þús. kr. verðlækkunar.
Meira þarf til. Nýir bílar ættu að lækka milli 5 og tíu prósent í verði á næstu mánuðum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 12. mars 2016
Sigurpólitík vorið 2017: bankar og sjúkrahús
Sigurvegarar næstu þingkosninga verðar þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða milliveg tveggja öfga í fjármálakerfi þjóðarinnar. Öfgarnar eru ríkiseign á stærsta hluta fjármálastofnana ríkisins annars vegar og hins vegar að einkaaðilar fái bankana í hendurnar með tilheyrandi græðgisvæddum öfgum.
Umræða síðustu vikna um arðgreiðslur tryggingafélaga sýna að almenningur er næmur á fréttir af óhófi ættuðu úr 2007-hugarfarinu.
Líkt og ríkisstjórn vinstriflokkanna 2009-2013 komst að raun um er ekki nóg að efnahagslífið rétti úr kútnum og velmegun blasi við til að stjórnarflokkar fái meðbyr í kosningum. Þótt hér sé bullandi góðæri sjást þess ekki merki í fylgi við stjórnarflokkanna.
Stjórnmálaflokkar verða að bjóða trúverðuga stefnu í meginmálum til að fá stuðning. Auk fjármálastofnana er heilbrigðiskerfið, einkum sjúkrahúshluti þess, í brennidepli umræðunnar.
Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, gerðu vel í því að sammælast um stefnu í þessum tveim málaflokkum. Veigamesta einstaka ákvörðunin, sem þarf að liggja fyrir á næstu vikum ef ekki dögum, er hvar nýtt hátæknisjúkrahús á að rísa. Án fullrar samstöðu stjórnarflokkanna um staðsetningu sjúkrahússins er málið runnið þeim úr greipum. Garðabæjar-útspilið í liðinni viku gæti skipt sköpum. Ef það er lífvænleg hugmynd þarf að myndast um hana samstaða á æðstu stöðum ekki seinna en strax. Ef ekki þá er að setja aukinn kraft í uppbygginguna á Landsspítalasvæðinu.
Ríkisstjórnarflokkarnir eiga alla möguleika að ná vopnum sínum fyrir kosningarnar að ári. Vinstriflokkarnir eru í upplausn og Píratar hanga uppi í skoðanakönnunum án þess að styðjast við neinar málefnalegar undirstöður.
En ríkisstjórnarflokkarnir geta líka klúðrað sínum málum, t.d. með því að ganga ekki í takt í málefnum sem sannanlega eru þjóðinni ofarlega í huga.
![]() |
Heimila yfirtöku á Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)