Mánudagur, 15. febrúar 2016
Sýrlandi verður skipt - eftir blóðugt stríð
Ekkert vopnahlé, sem stendur undir nafni, er líklegt í bráð í Sýrlandi. Stjórnarher Assads, með stuðningi Rússa, er við það að ná stærstu borg Sýrlands, Aleppo.
Kúrdar vinna með Assad og Rússum í Norður-Sýrlandi en með Bandaríkjunum í austri, þar sem Ríki íslams er með höfuðborg sína, Raqqa. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna, mega ekki til þess hugsa að Kúrdar fái sjálfstætt ríki. Það myndi ógna fullveldi Tyrklands, sem er með stóra minnihluta Kúrda.
Líkur eru á að Sýrlandi verði skipt þegar þreyta kemst í stríðsaðila. En það verður bið á þeirri þreytu þar sem öflugustu ríkin i miðausturlöndum, ásamt Tyrkjum, þ.e. Sádi-Arabía og Íran, fjármagna og styðja stríðandi fylkingar.
Rússar og Bandaríkjamenn eru virkir þátttakendur með loftárásum. Þeir munu ekki láta sitt eftir liggja fyrr en gengið hefur verið á milli bols og höfuðs á Ríki íslam. Tyrkir munu á hinn bóginn sjá til þess að halda lífi í Ríki íslams á meðan sú hætta vofir yfir að Kúrdar fái sjálfstætt ríki.
![]() |
Líkur á vopnahléi fara dvínandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. febrúar 2016
Ófært að KSÍ breyti íslenskri nafnahefð
KSÍ getur ekki ráðist að íslenskri nafnahefð, sem gilt hefur á Íslandi frá landnámi. Það yrði þjóðarskömm ef íslensku landsliðsmennirnir bæru ekki eiginnöfn sín í Frakklandi í sumar.
KSÍ sendir íslenskt landslið í nafni þjóðarinnar og landsliðið hlýtur að endurspegla íslenskt samfélag. Við heitum ekki Sigurðsson, Sigþórsson eða Kristinsson heldur Gylfi, Kolbeinn og Ögmundur.
KSÍ hlýtur að taka sönsum og breyta samkvæmt þjóðlegri hefð.
![]() |
Vilja eiginnöfn á landsliðstreyjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 14. febrúar 2016
Trump útskýrir sterka stöðu Pútín
Bandaríkin eru lömuð í utanríkispólitík. Trump útskýrði hvers vegna með athugasemd um Írak-stríðið: Bandaríkjaforseti laug um vopnaeign Saddam Hussein Íraksforseta til að réttlæta innrásina 2003, sem engu skilaði nema töpuðum mannslífum og sóun verðmæta.
Stríðið í Sýrlandi er bein afleiðing af Írak-innrásinni. Breski utanríkisráðherrann segir að Pútin Rússlandsforseti geti með einu símtali stöðvað stríðið í Sýrlandi. Obama Bandaríkjaforseti gæti legið í símanum til loka kjörtímabilsins án þess að breyta hætis hót stöðunni í Sýrlandi.
Pútín mun ekki binda endi á stríðið í Sýrlandi fyrr en hann er búinn að niðurlægja Bandaríkin í miðausturlöndum og knýja þetta stórveldi á brauðfótum til að gefa eftir í Úkraínu. Þar ætluðu Bandaríkin að koma upp leppstjórn í samvinnu við Evrópusambandið. Hrokinn frá 2003 ætlar seint að aflærast.
Bandaríkin eru lömuð út þetta ár í það minnsta. Utanríkispólitík verður rekin frá degi til dags á meðan kosningabaráttan stendur yfir. Á meðan fer Pútín sínu fram.
![]() |
Harðar ásakanir gengu á víxl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. febrúar 2016
Bjarni Ben er einangraður - aðeins einn kostur
Ákafasti talsmaður einkavæðingar Landsbanka er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Eftir ályktun Vinstri grænna eru tveir stjórnmálaflokkar orðnir yfirlýstir andstæðingar einkavæðingar Landsbanka - Framsóknarflokkurinn talar í sömu átt.
Þetta þýðir að Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að fá pólitískan stuðning við einkavæðingu frá Samfylkingunni - sem er harla ólíklegt að fáist.
Borgunarmálið gerbreytti umræðunni um einkavæðingu. Málið sýndi ofan í kviku græðgi og spillingar sem einkavæðing ríkiseigna býður upp á.
Í fjölmiðlaviðtölum um Borgunarmálið talar Bjarni Ben um að Borgunarmálið gæti breytt mati hans á sölu Landsbanka. Það er skynsamleg nálgun. Formaður Sjálfstæðisflokksins myndi bæði treysta sig og flokkinn í sessi með því að draga réttan lærdóm af Borgunarmálinu.
![]() |
Landsbankinn verði samfélagsbanki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. febrúar 2016
Fagleg umræða blaðamanna er brandari
Í nýjasta hefti Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands, er ítarleg umfjöllun um siðareglur blaðamann sem eru 50 ára. í ritinu er rætt við Önnu Kristínu Pálsdóttur fréttamann RÚV.
Anna Kristín braut í blað í sögu íslenskra blaðamanna þegar hún stefndi bloggara fyrir að gagnrýna frétt sem hún samdi og flutti í RÚV. Engin dæmi eru um að blaðamenn stefni gagnrýnendum fyrir dómstóla í því skyni að þagga niður faglega umræðu. Skyldi ætla að Anna Kristín yrði spurð hvað henni gekk til með málhöfðun gegn bloggara, fyrst hún var á annað borð mætt í viðtal í fagriti blaðamanna.
En, nei, Anna Kristín var ekki spurð einnar spurningar um málshöfðun sem hún stóð fyrir til að takmarka tjáningarfrelsið í fjölmiðlaumræðu.
Inngangur viðtalsins við Önnu Kristínu er drepfyndinn enda dregur hann fram þvílíkur brandari fagleg umræða íslenska blaðamanna er í raun og sann. Inngangurinn hljómar svona (og þetta er ekki djók):
Samfélagsmiðlar eru tvímælalaust góð viðbót við hefðbundna fjölmiðlun. Þessir miðlar eru aldrei ógn að mínu mati, heldur frekar frábært tæki til að koma málum á framfæri, skapa umræðu og fylgjast með viðhorfi ólíkra notenda gagnvart málum og mönnum, segir Anna Kristín Pálsdóttir.
Vafamál er hvor á skilið meiri hluttekningu, ritstjórn Blaðamannsins eða Anna Kristin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. febrúar 2016
Múslímskt Nató-ríki setur vesturlönd í vanda
Bandalag súnnímúslíma, Tyrkja og Sáda, gegn sjítamúslímum setur vesturlönd í vanda. Tyrkir eru Nató-ríki og tæknilega eru öll Nató-ríkin kom í stríð þegar ráðist er á eitt þeirra. Tyrkir eru á talandi stundu að sprengja Kúrda upp í loftið með stórskotaliði.
Kúrdar njóta stuðnings Rússa líkt og sjítamúslímarnir í ríkisstjórn Assads í Sýrlandi. Ef Tyrkir leyfa sádísku herliði að ráðast á Sýrland frá herstöðum í Tyrklandi er aðeins tímaspurning hvenær rússneskar hervélar gera árás á tyrkneskt land.
Trúardeilur múslíma í miðausturlöndum geta orðið kveikja að stríði Nató-ríkja gegn Rússum.
![]() |
Sádi-Arabar með her til Tyrklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 13. febrúar 2016
Kristnir gegn múslímum - Pútín kristinn leiðtogi
Menningarheimar kristinna og múslíma stríða, í takt við uppskrift Samúels P. Huntington. Kristni menningarheimurinn er þríklofinn; mótmælendur í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum, kaþólikkar í Suður-Evrópu og Suður-Ameríku og loks rétttrúaðir sem áttu höfuðstöðvar sínar í Miklagarði (Istambúl) þar til múslímar hröktu þá þaðan til Moskvu fyrir 500 árum.
Pútín Rússlandsforseti er ,,kraftaverk guðs" segir Kirill patríarki rétttrúaðra, samkvæmt Guardian. Fundur Frans páfa og Kirill í Havana á Kúbu er stórpólitískur og liður í nýsköpun Pútín sem kristins leiðtoga.
Kaþólski meiður kristni er, ólíkt mótmælendum, ekki veraldarvæddur. Bæði í kaþólsku og rétttrúnaðinum er hefð fyrir baráttu gegn villutrú. Mótmælendur gáfu slíkar pælingar upp á bátinn eftir frönsku byltinguna. Sem sést m.a. á því að forysturíki mótmælenda er með forseta með múslímanafn.
Aðalumræðuefni páfa og patríarkans var ofsóknir gegn kristnum í miðausturlöndum. Sprengjuvélar Pútín reyna að skakka þann ljóta leik, eru pólitísku skilaboðin. Múslímar hóta Pútín öllu illu. Öflugasta súnnaríkið, rekið af Sád-fjölskyldunni, gerir Pútín þann greiða að nefna hann sérstaklega sem höfuðandstæðing súnna.
Múslímar skiptast í tvær megingreinar, súnna og sjíta. Öfgaútgáfan af súnnatrú, wahabismi frá Sádi-Arabíu, er réttlætingin fyrir sprengjuárásum Pútín í Sýrlandi.
Í Norður-Evrópu nýtur Pútín vaxandi hylli mótmælenda. Þeir sjá í Pútín mann þjóðernishyggju gegn múslímavæddri fjölmenningu.
Til skamms tíma reyndu gamlir kaldastríðshaukar á vesturlöndum að skilgreina Pútín sem valdasjúkan kommúnista. Sú útfærsla á andófi gegn Rússlandsforseta er dæmd til að mistakast. Eftir því sem átökin í miðausturlöndum færast nær handriti Huntington, um stríð siðmenninga, verður staða Pútín sterkari.
Aðeins einn leiðtogi á vesturlöndum kemst með tærnar þar sem Pútin er með hælana. Austur-þýska prestsdóttirin Angela Merkel er á hinn bóginn í stórkostlegum erfiðleikum vegna múslímskra flóttamanna og getur lítt beitt sér á alþjóðavettvangi.
Pútín segir að næsta heimsstyrjöld gæti hafist í Sýrlandi. Almenningur á vesturlöndum mun ekki flykkjast á bakvið öfgamúslímana í Sádí-Arabíu gegn Pútín. Helstu bandamenn Sáda-fjölskylduríkisins, ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Nató-landa, eru enn fastir í handriti kalda stríðsins. En það handrit er úrelt.
![]() |
Páfi fundar með patríarka á Kúbu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. febrúar 2016
Vinstrabandalag jákvætt framlag til stjórnmála
Kosningabandalag vinstriflokkanna yrði jákvætt fyrir stjórnmálin. Skýr valkostur til vinstri myndi þvinga fram skýra afstöðu hægri- og miðflokka.
Lýðræðið yrði heilbrigðara ef stefnumótun færi fram áður en kosningar eru haldnar en ekki í stjórnarmyndunarviðræðum tveggja eða fleiri flokka.
Kjósendur kæmust nær því að eiga valkosti um ríkisstjórnir ef framboðum fækkaði, ýmis með kosningabandalagi eða sameiningu flokka. Í þingkosningum lægi fyrir hvaða flokkar bjóðast til að mynda meirihluta og á grunni hvaða stefnu.
![]() |
Leggur til kosningabandalag stjórnarandstöðunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. febrúar 2016
Mótsögn Samfylkingar - valdakerfi Árna Páls
Mótsögn Samfylkingar er að flokkurinn var stofnaður til að verða hinn turninn í íslenskum stjórnmálum - mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn - en flokksmenningin var hvorki á breiddina né dýptina heldur réð ferðinni leitin að málinu eina, Stóra Samnefnaranum.
Fljótlega eftir stofnun Samfylkingar um aldamótin var málið eina ákveðið af fámennum hópi í forystu flokksins. Stóri Samnefnarinn skyldi vera Evrópusambandið.
Evrópustefna gat aldrei gert Samfylkinguna að hinum turninum, einfaldlega vegna þess að saga og menning þjóðarinnar var öndverð aðild að Evrópusambandinu. Það er ekkert séríslenskt við þá andstöðu. Nágrannaþjóðir okkar, sem eru okkur náskyldar, Norðmenn og Færeyingar, eru einarðar í andstöðu við ESB-aðild. Nágrannaþjóð okkar í vestri, Grænlendingar, sem eiga áþekka efnahagshagsmuni og við, eru eina þjóðin sem gengið hefur úr Evrópusambandinu.
Evrópustefna Samfylkingar stefndi flokknum á jaðar íslenskra stjórnmála. Í hruninu fékk flokkurinn óvænt tækifæri að verða turn í íslenskum stjórnmálum. Tæp 30 prósent atkvæða í kosningunum 2009 er alvöru fylgi.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem Árni Páll sat í, hróflaði upp valdakerfi embættismanna og háskólafólks sem átti að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þessi hópur tileinkaði sér viðhorfið ,,ónýta Ísland" sem gekk út á það að allt væri ómögulegt við land og þjóð. Nýja valdakerfið ætlaði sér að breyta Íslandi í grundvallaratriðum. Ný stjórnarskrá skyldi stokka upp stjórnskipun landsins. Og auðvitað átti að gera Ísland að ESB-ríki svo fljótt sem auðið væri.
Stóri Samnefnarinn gat aðeins gilt fyrir fámennan og fylgislítinn flokk en ekki íslensku þjóðina. Stóra Samnefnaranum fylgi hroki þeirra sem telja sig vita betur en allir aðrir, vegna þess að þeir eru handhafar sannleikans.
Þjóðin hafnaði Samfylkingunni og Stóra Samnefnaranum afgerandi í kosningum 2013. Flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi. Undir forystu Árna Páls hefur flokkurinn einbeitt sér að því að læra ekkert af reynslunni. Enda hefur flokkurinn skroppið enn meira saman.
![]() |
Fari ekki inn í óbreytt valdakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2016
Góða fólkið á Akureyri fær á kjaftinn
Í Akureyrarbæ er fólk sem telur sig hafa umboð til að ákveða hvaða skoðanir fólk megi hafa. Barnakennarinn Snorri þótti ekki hafa réttar skoðanir og var rekinn.
Hæstiréttur gaf góða fólkinu hjá Akureyrarbæ á kjaftinn. Þótt ekki sé um að ræða beittustu hnífana í skúffunni skulum við vona að góða fólkið fái hugboð um merkingu hugtaksins tjáningarfrelsi.
![]() |
Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)