Mótsögn Samfylkingar - valdakerfi Árna Páls

Mótsögn Samfylkingar er að flokkurinn var stofnaður til að verða hinn turninn í íslenskum stjórnmálum - mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn - en flokksmenningin var hvorki á breiddina né dýptina heldur réð ferðinni leitin að málinu eina, Stóra Samnefnaranum.

Fljótlega eftir stofnun Samfylkingar um aldamótin var málið eina ákveðið af fámennum hópi í forystu flokksins. Stóri Samnefnarinn skyldi vera Evrópusambandið.

Evrópustefna gat aldrei gert Samfylkinguna að hinum turninum, einfaldlega vegna þess að saga og menning þjóðarinnar var öndverð aðild að Evrópusambandinu. Það er ekkert séríslenskt við þá andstöðu. Nágrannaþjóðir okkar, sem eru okkur náskyldar, Norðmenn og Færeyingar, eru einarðar í andstöðu við ESB-aðild. Nágrannaþjóð okkar í vestri, Grænlendingar, sem eiga áþekka efnahagshagsmuni og við, eru eina þjóðin sem gengið hefur úr Evrópusambandinu.

Evrópustefna Samfylkingar stefndi flokknum á jaðar íslenskra stjórnmála. Í hruninu fékk flokkurinn óvænt tækifæri að verða turn í íslenskum stjórnmálum. Tæp 30 prósent atkvæða í kosningunum 2009 er alvöru fylgi.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem Árni Páll sat í, hróflaði upp valdakerfi embættismanna og háskólafólks sem átti að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þessi hópur tileinkaði sér viðhorfið ,,ónýta Ísland" sem gekk út á það að allt væri ómögulegt við land og þjóð. Nýja valdakerfið ætlaði sér að breyta Íslandi í grundvallaratriðum. Ný stjórnarskrá skyldi stokka upp stjórnskipun landsins. Og auðvitað átti að gera Ísland að ESB-ríki svo fljótt sem auðið væri.

Stóri Samnefnarinn gat aðeins gilt fyrir fámennan og fylgislítinn flokk en ekki íslensku þjóðina. Stóra Samnefnaranum fylgi hroki þeirra sem telja sig vita betur en allir aðrir, vegna þess að þeir eru handhafar sannleikans.

Þjóðin hafnaði Samfylkingunni og Stóra Samnefnaranum afgerandi í kosningum 2013. Flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi. Undir forystu Árna Páls hefur flokkurinn einbeitt sér að því að læra ekkert af reynslunni. Enda hefur flokkurinn skroppið enn meira saman.

 


mbl.is Fari ekki inn í óbreytt valdakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband