Ófært að KSÍ breyti íslenskri nafnahefð

KSÍ getur ekki ráðist að íslenskri nafnahefð, sem gilt hefur á Íslandi frá landnámi. Það yrði þjóðarskömm ef íslensku landsliðsmennirnir bæru ekki eiginnöfn sín í Frakklandi í sumar.

KSÍ sendir íslenskt landslið í nafni þjóðarinnar og landsliðið hlýtur að endurspegla íslenskt samfélag. Við heitum ekki Sigurðsson, Sigþórsson eða Kristinsson heldur Gylfi, Kolbeinn og Ögmundur.

KSÍ hlýtur að taka sönsum og breyta samkvæmt þjóðlegri hefð.


mbl.is Vilja eiginnöfn á landsliðstreyjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er hálf skondið að þessi umræða skuli koma upp núna, á meira við hræsni en eitthvað annað.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.2.2016 kl. 21:13

2 Smámynd: Már Elíson

Þú verður að útskýra það, Sindri Karl.

Már Elíson, 14.2.2016 kl. 21:57

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Veit ekki betur en að Valdimar Grímsson (tekinn sem dæmi) hafi spilað með Valdimar Grímsson og síðan "bara" Grímsson á bakinu. Játa að ég hef ekki fundið þessa gömlu leiki til að geta vitnað beint í þá.

Hræsnin er sú að það var ávallt nafnahefð á öllum búningum íslenskra keppnismanna og það var ekki föðurnafnið.

Það datt einfaldlega einhverjum í hug að það væri ófært að hafa sína nafnahefð og sína sýn á því hvernig liðið ætti að koma fram út á við og steypa þ.a.l. öllum í sama mótið.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.2.2016 kl. 22:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú saga var sögð fyrir mörgum árum,af íslensku karlaliði í keppnisferð í fótbolta erlendis,að þegar þulurinn taldi upp leikmenn þess og öll nöfnin enduðu á son,hafi gollið við skellihlátur í áheyrendastúkunum.Eftir á skýring,fólk hélt þá alla vera bræður.-

Eiginnöfn leikmann eiga að standa á búningum Íslands,það undirstrikar stolt og metnað.-  Leikskýrslur eru fylltar út með fullu nafni leimanna og hana hljóta fjölmiðlar að fá einnig.Það verður léttara en getraun hjá útsendurum og áhorfendum að spá í nöfn Íslendinganna,eða hvar þeir leika,eykur bara spennu og skemmtun.  

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2016 kl. 00:37

5 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Ég veit ekki betur en föðurnöfn hafi verið aftan á treyjum íslenska karlalandsliðsins í gegnum alla undankeppnina og það kvartaði enginn yfir því.

Annars er ég mjög hlynntur því að KSÍ gyrði sig í brók og viðhaldi íslenskri nafnahefð.  Þá þyrfti ég kannski ekki að leiðrétta son minn þegar hann spyr hvort þetta sé "Sigurðsson" þegar við horfum á enska boltann saman.

Kristján Magnús Arason, 18.2.2016 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband