Samfylking er svarti dauði Pírata

Samfylking læsti klónum í Pírata um leið færi gafst. Tilboð Pírata á sunnudag um viðræður vinstriflokka var bjarghringur fyrir Samfylkinguna.

Um leið og Píratar draga Samfylkinguna upp á dekk smitast þeir af pestinni sem gerir Samfylkinguna að dauðvona flokki. Í könnun Fréttablaðsins lækkar fylgi Pírata og staðfestir ferli sem hófst fyrir nokkru.

Með Samfylkinguna í fanginu eru Pírötum allar bjargir bannaðar. Hvorki vilja aðrir stjórnarandstöðuflokkar leggja lag sitt við tvíeykið né er líklegt að bandalagið trekki að kjósendur.


mbl.is Aukið fylgi Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur fólksins verður sigurvegari kosninganna

Brosmilda baráttukonan Inga Sæland ætlar að leiða Flokk fólksins inn á alþingi. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er rífandi gangur hjá Flokki fólksins og allar líkur að flokkurinn fari yfir 5 prósent þröskuldinn á næstu dögum.

Vinstri grænir styrkja sig sem leiðandi flokk vinstrimanna og ætla að ná tilbaka fylginu frá kosningunum 2009 þegar þeir fóru yfir 20 prósent. ESB-smáflokkarnir Samfylking, Björt framtíð og Viðreisn eru hver með 6-7 prósent fylgi og líklegt að einhver þeirra detti niður fyrir 5 prósentin.

Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 24 prósent og Píratar rúm 20 prósent. Framsókn mælist með 8,5 prósent.


mbl.is Níu framboð í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: fýla, tölva og Sigmundur Davíð (auðvitað)

Stóra fréttin hjá RÚV í kvöld er ekki um misheppnaðar stjórnarmyndun Pírata fyrir kosningar, enda RÚV ekki fyrir að segja fréttir sem koma stjórnarandstöðunni illa. Nei, aðalfréttin úr kosningabaráttunni var um Sigmund Davíð, foringja Framsóknarflokksins og samskipti hans við formanninn.

Sigmundar Davíðs-fréttin er aðalfréttin á netsvæði RÚV í kvöld. Í sexfréttum Útvarps-RÚV kom fréttamaður að stóra tölvumálinu en því atriði var sleppt í sjöfréttum Sjónvarps-RÚV. Á móti tölvupælingunni í útvarpsfréttinni fann fréttamaður stórkostlega mikilvægt atriði: eru foringinn og formaðurinn í fýlu?

RÚV er sem fyrr með forgangsröðina og fagmennskuna á hreinu.


Benedikt situr á girðingu Pírata og Samfylkingar

Formaður Viðreisnar vill ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en mun tæplega mæta á ekki-mellufund Pírata og Samfylkingar á morgun.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kýs þess í stað að sitja á girðingunni og horfa á faðmlag tapara síðustu vikna í skoðanakönnunum, Samfylkingar og Pírata. Samvkæmt mælingum á Benedikt heima í bandalagi þeirra sem kjósendur yfirgefa síðustu vikurnar fyrir kosningar.

Vinstri grænir eru á siglingu í könnunum og Björt framtíð sömuleiðis. Þessir flokkar afþakka bandalag hnignandi fylgis. En Benedikt situr rasssár á girðingunni og þorir hvorki að hrökkva né stökkva. 

 


mbl.is Allt á blússandi siglingu hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar: við hlustum aðeins á suma kjósendur

Píratar hlupu á sig þegar þeir boðuðu til stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Lítilsvirðingin fyrir lýðræðinu, að mynda stjórn fyrir kosningar, kennir Kolbrún Bergþórsdóttir við ofríki í leiðara DV.

Píratar vilja núna kalla viðræðurnar, sem eiga að hefjast á morgun, umræðu um málefni. Þeir segjast ekki ætla að ræða ráðherraembætti strax af virðingu fyrir kjósendum.

En virðing Pírata fyrir kjósendum er ekki meiri en svo að þeir útiloka fyrirfram alla kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lýðræðisþroski Pírata nær ekki út fyrir eiginhagsmuni. Píratar þekkja betur til tölvuleikja en bóka - samt komst einhver þeirra í eintak af Machiavelli. 


mbl.is Ræða um málefni, ekki embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foringjar stækka flokka

Stjórnmálaflokkur er höfuðlaus her án foringja. Í stjórnmálaumræðu skilur á mill feigs og ófeigs hvort aðaltalsmaður flokks geti í senn greint aðstæður og borið fram hugmyndir og stefnu sem hópurinn að baki stendur fyrir. Og gert það þannig að eftir sé tekið.

Engin uppskrift er til af foringjum. Þeir verða til í samspili kringumstæðna og einstaklingsþátta. Forn-Grikkir sögðu foringja verða til fyrir guðlega náð. Í Menóni eftir Platón vekur Sókrates máls á þeirri staðreynd að þekkingin ein útskýri ekki vel gerða stjórnmálamenn heldur séu þeir ,,bæði guðdómlegir og hafi eldmóð, enda eru þeir innblásnir og haldnir af guði þegar þeir tala rétt um marga hluti og mikils verða..."

Það sem af er þessari kosningabaráttu er tölva Sigmundar Davíðs meira í umræðunni en nokkuð það sem sitjandi formaður lætur frá sér fara.


mbl.is Vill að aðrir ræði stefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki-mellufundur Pírata: hverjir mæta?

Þeir eru mellur sem ekki mæta á fund Pírata á miðvikudag til að setja saman ríkisstjórn fyrir kosningar. Formanni Viðreisnar finnst leitt að vera kallaður mella af sjálfskipuðum talsmönnum Pírata.

Varaþingmaður Samfylkingar fyrrum og prófessor við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Baldur Þórhallsson, segir útspil Pírata snjallt, að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Auðvitað er aukaatriði að þjóðin kjósi sér þingmenn þegar fyrirfram er búið að ákveða hverjir myndi meirihluta á alþingi.

Fyrsti fundur til að setja saman ríkisstjórn fyrir kosningar er boðaður núna á miðvikudaginn kl. eitt á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Ekki-mellurnar sem mæta eru algerlega án umboðs frá kjósendum. Kosningarnar fara ekki fram fyrr en tíu dögum seinna. En prófessor Samfylkingar segir kosningar léttvægar þegar búið er að ákveða hverjir skipa ríkisstjórn þar sem Píratar eru ,,aðal".

Skiljanlega er ekki Samfylkingin ekki ,,aðal". Hún mældist síðast með 8 prósent fylgi. Prófessor Baldur telur Píratafylgi í könnunum upp á 17-19 prósent nægja til að vera ,,aðal". Ekki-mellur telja lýðræðislegar kosningar meira upp á punt. Aðalatriði sé að skora sæmilega í skoðanakönnunum til að réttlæta valdatöku fyrir kosningar.


mbl.is „Þeir ætla að vera aðal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdablokk vinstriflokka er sniðganga lýðræðis

Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista lýsa þar með yfir að þeir standa fyrir pólitísk málefni sem aðrir flokkar gera ekki - annars væru þeir ekki að bjóða fram. Kjósendur gera upp á milli ólíkra kosta í kosningum og eftir þær fá 63 þingmenn á alþingi það hlutverk að mynda starfhæfan meirihluta. Þetta er kjarni þingræðisins.

Tilraun Pírata að setja saman valdablokk fyrir kosningar er sniðganga þess lýðræðis sem Íslendingar hafa stundað frá stofnun lýðveldis. Ríkisstjórnarmyndun fyrir kosningar kallar á spurninguna: hvers vegna buðu Píratar ekki sameiginlega fram með öðrum flokkum?

Valdablokk vinstriflokkanna undir forystu Pírata verður ekki að veruleika. Aðeins Samfylking þekkist boð Pírata. En tilraunin til að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar sýnir að virðing fyrir lýðræðishefðum þjóðarinnar er engin.


mbl.is Afgerandi útspil Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandalag Pírata og Samfylkingar um ESB-aðild

Eini flokkurinn sem vill kosningabandalag með Pírötum er Samfylkingin. Oddný Harðardóttir formaður stökk á tilboð Pírata um leið og það var lagt fram. Oddný sér Pírata sem ESB-flokk.

Björt framtíð kallar útspil Pírata klækjastjórnmál og tilboð um ofbeldissamband. Formaður Viðreisnar tók í fyrstu vel í hugmynd Pírata en dró síðan í land. Vinstri grænir afþökkuðu á kurteisan hátt.

Píratar vilja breyta stjórnarskránni, sem er forsenda ESB-aðildar, og greiða þjóðaratkvæði um að endurræsa misheppnuðu ESB-umsókn Samfylkingar frá 2009-2013. Bandalag Pírata og Samfylkingar snýst um pólitíska samstöðu á meginsviðum.

Málflutningur Pírata og Samfylkingar allt þetta kjörtímabil gengur út á stjórnskipun okkar og fullveldi hafi gengið sér til húðar og þurfi að endurnýja með ESB-aðild. Kjósendum er greiði gerður með ESB-bandalagi Pírata og Samfylkingar. Valkostirnir verða skýrari.


mbl.is Standa frammi fyrir skýrum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstristjórn

Viðreisn er til í vinstristjórn með Pírötum, segir Benedikt Jóhannesson formaður, í svari við málaleitan Pírata að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Benedikt gerir ekki ráð fyrir að Viðreisn verði annað en smáflokkur og því borgar sig að tryggja stöðuna við kjötkatlana áður en kjósendur kveða upp úrskurð sinn.

Það er meiri manndómur í frambjóðanda Bjartar framtíðar sem segir tilboð Pírata ,,tilraun til þvingunar í ofbeldissamband algerlega á forsendum eins flokks."

Tilboð Pírata um vinstristjórn fyrir kosningar undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn er eina vörnin gegn vinstra slysi í landsstjórninni.


mbl.is „Áhugaverð tilraun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband