Þrengt að lögsókn til þöggunar

Tjáningarfrelsið virðist nokkru víðara í Strasbourg en Reykjavík. Í dómi Mannréttindadómstólsins í máli Erlu segir að orðin sem hún var dæmd fyrir í Hæstarétti ætti að flokkast sem gildisdómur.

In light of the above, the Court is of the view that the affirmation that it was “not appropriate” that Mrs X “work[ed] in a primary school” ought to have been regarded as a value judgment. 

Gildisdómar skulu refsilausir og því hefði Hæstiréttur átt að sýkna Erlu.

Hæstiréttur hefur raunar víkkað skilgreiningu sína á gildisdómum undanfarin ár. Í hæstaréttardómi nr.  673/2011,  gerir Hæstiréttur kröfu til að gildisdómar eigi sér ,,einhverja stoð í staðreyndum málsins." 

Ósamræmið milli Strasbourg og Reykjavík í málefnum tjáningarfrelsis er því ekki eins mikið og ætla mætti í fyrstu.

Illu heilli ber á þeirri þróun hér að þeir sem saksóttir eru fyrir dómsstólum freisti þess að þagga umræðuna niður með lögsóknum. Hæstiréttur Íslands og mannréttindadómstóll Evrópu eru samstíga í að verja tjáningarfrelsið.   


mbl.is Erla Hlynsdóttir vann málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmál sem kappleikur

Í umræðum um dómsmál, einkum þeim sem tengjast hruninu, er grunnt á viðhorfi sem ræður ríkjum í kappleikjum; fólk heldur með ,,sínu liði" og vill að það vinni hvað sem tautar og raular.

Dómsmál eru á hinn bóginn aðferð réttarríkisins til að útkljá ágreiningsmál. Við sem samfélag ákváðum að lögsækja í hrunmálum og lýtur meðferð þeirra mála formreglum réttarríkisins.

Lögsókn og dómsuppkvaðning í hrunmálum er ekki kappleikur heldur niðurstaða ferlis sem við ættum að standa vörð um. Án réttarríkisins blasir við hnefarétturinn.


mbl.is Sigurjón og Elín sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Danmörk reyndi að selja Ísland

Á dagskrá RÚV í kvöld er fyrsti þáttur í danskri sjónvarpsröð sem heitir 1864. Í danskri sögu er þetta stórt ártal enda stendur það fyrir löðrunginn sem Þjóðverjar veittu Dönum til að minna þá á að Danmörk er evrópskt smáríki.

Þjóðverjar voru á þessum tíma að undirbúa stofnun Þýskalands, spurningin var aðeins hvort það yrði undir forsæti Prússa eða Austurríkismanna. Þjóðverjar vildu fá í þýska ríkið hertogadæmi í suðurhluta Danmerkur, Slésvík og Holstein. Danir vildu ekki hreyfa við suðurlandamærunum.

Stríðið 1864 stóð í fáeina mánuði og lauk með niðurlægjandi ósigri Dana. I friðarsamningum í Vín var tekist á um hvort Danir fengju að halda nyrsta hluta Slésvík, sem nær alfarið var byggður dönskumælandi fólki. Danir reyndu að bjóða Þjóðverjum Ísland í staðinn fyrir Norður-Slésvík en án árangurs. Þjóðverjar voru ekki komnir í heimsyfirráðaham og fúlsuðu við eyjunni í norðri.

Danir mátu samlanda sína í Slésvík meira en Frónbúa. Það var aftur staðfest sumarið 1918 þegar ljóst var að Þjóðverjar myndu tapa fyrri heimsstyrjöld. Þá samþykktu Danir fullveldi Íslands, sem þeir höfðu neitað okkur um í áratugi, til að standa betur að vígi í friðarsamningunum í Versölum að endurheimta Slésvíkur-Dani. Það tókst og landamærunum frá 1864 var breytt.

Lærdómurinn fyrir okkur Íslendinga af þessari sögu er að án fullveldis erum við skiptimynt í alþjóðlegum samskiptum.

 


Vangá ráðherra menntamála

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk ,,línuna" í málefnum framhaldsskóla frá Samtökum atvinnulífsins, sem af einhverjum undarlegum ástæðum er hlustað á í ráðuneytinu. Línan var að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár og girða fyrir að þeir sem eru eldri en 25 ára fái inni í framhaldsskólum.

Ráðherrann böðlast áfram með línuna frá samtökum hrunfólksins og gerir ekkert með fagfélög kennara né heldur hlustar hann á skólastjórnendur.

Sjálfsagt nær ráðherra menntamála einhverjum skammtímasparnaði. En til lengri tíma er kemur það niður á lífsgæðum þjóðarinnar að spara í menntamálum.


mbl.is Varhugavert að miða við hin Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójafnrétti eykst með hjaðnandi kreppu

Eftir kreppuna í kjölfar hruns Lehmans-banka 2008 voru árangursríkustu viðbrögðin að lækka vexti niður í núll og bjóða atvinnulífinu ódýra peninga. Þess leið er heitir ,,quantitative easing" og var keyrð áfram af bandaríska seðlabankanum.

Aðferðin heppnaðist að því leyti að Bandaríkin sýndu betri hagvöxt og fleiri fengu störf en annars. Ókosturinn við peningaflæðið var að það stórum jók efnahagslegan ójöfnuð í Bandaríkjunum. Efnaðasti hluti Bandaríkjamanna nýtti sér vitanlega ódýru peningana til að auka enn auð sinn.

Nýr seðlabankastjóri Janet Yellen segist hafa verulegar áhyggjur af efnahagslegum ójöfnuði. Af orðum Yellen má draga þá ályktun að hún muni ekki styðja nýja umferð af ódýrum peningum til að keyra upp hagvöxt.


mbl.is Mesta hækkun í rúmt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vg ekki með skoðun á ESB

Flokksráðsfundur Vg samþykkt ítarlegar ályktanir um stórmál eins og friðarsvæði hvala og Palestínu en sagði ekki aukatekið orð um Evrópusambandið og hvort Ísland ætti heima innan sambandsins eða utan.

Vinstri grænir bera ábyrgð á ESB-umsókn Samfylkingar, sem samþykkt var í tíð Jóhönnustjórnarinnar, með stuðningi þingmanna Vg.

Með því að segja ekki aukatekið orð um Evrópusambandið hagar Vg sér eins og sértrúarhópur sem ímyndar sér að vondir hlutir hverfi séu þeir ekki nefndir á nafn.


Sigurbjörg á tveim kennitölum í nefndarvinnu

Rannsóknanefnd alþingis um Íbúðarlánasjóð kostaði skildinginn. Karl Garðarsson þigmaður spurði ráðherra um einstaka kostnaðarliði. Í töflu sem fylgdi kostnaðaryfirliti vegna verktaka eru fjórir liðir, sbr. hér að neðan.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur er skráð fyrir 1,7 m.kr. greiðslu sem verktaki. Annar verktaki, Góðir stjórnsýsluhættir, er skráður fyrir 3,8 m. kr. greiðslu. En seinni verktakinn, Góðir stjórnsýsluhættir, er einkahlutafélag Sigurbjargar samkvæmt ríkisskattstjóra.

Það teljast varla góðir stjórnsýsluhættir að fela greiðslur til eins og sama aðila með því að skrá þær á tvær kennitölur.

 

Verktaki Upphæð Viðfangsefni
Góðir stjórnsýsluhættir ehf. 3.793.500 Ráðgjöf og textavinna
Kvant ehf. 6.390.390 Textavinna og rannsóknir
PricewaterhouseCoopers ehf. 5.218.595 Rannsóknarvinna
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir 1.773.000 Ráðgjöf og rannsóknarvinna

 


RÚV leitar að vitnum gegn Sigmundi Davíð

Fréttamaður RÚV hringdi í fræðimenn í dag til að fá þá til að vitna gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Tilefnið var að Sigmundur Davíð svaraði fyrirspurn frá fjölmiðli vegna umræðu um það hvort ríkissaksóknari ætti rannsaka lekamál í Samkeppniseftirlitinu.

Fréttmaður RÚV reyndi að fá fræðimenn með sér í leiðangur til að sýna fram á að forsætisráðherra virti ekki þrískiptingu valdsins og reyndi að hafa óeðlileg áhrif á ákæruvaldið. Engar fréttir komu í kvöldfréttatímum RÚV um málið þannig að fræðimenn sáu í gegnum fréttahönnun RÚV og neituðu að taka þátt í þessum tilbúningi.

Vinnubrögð fréttastofu RÚV eru anda þeirrar stefnu að búa til pólitískan veruleika í stað þess að upplýsa á hlutlægan hátt um stöðu mála.


Morð sem tjáning

Íslamska ríkið myrðir saklaust fólk með köldu blóði og dreifir aftökum netinu. Íslenskt lén var notað til að í þessu skyni en þegar tekið var fyrir það þá töldu einhverjir að um skerðingu á tjáningarfrelsi væri að ræða.

Morð er tjáning og nauðgun raunar líka. En þeir eru fáir, nema kannski Píratar á Íslandi, sem líta svo á að í nafni frelsis eigi að standa vörð um rétt morðingja til að birta tjáningu sína á netinu.

Múslímar á vesturlöndum verða að átta sig á því að veraldlegur réttur, rétturinn til lífs og mannréttinda, kemur á undan rétti trúarinnar, skrifar huguð múslímsk kona í Die Welt.

Múslímarnir í Íslömsku ríki átta sig ekki á þessari grunnforsendu vestræns lýðræðis og stunda það múslímska hobbí að drepa þá sem eru ekki rétt innréttaðir í trúnni. Píratar, og aðrir sem verja rétt morðingja til tjáningar, skilja heldur ekki þessa grunnforsendu.


Hreiðar Már og auðmannaútgáfan

Hreiðar Már Sigurðsson var dæmdur í Al-Thani málinu í meira en fimm ára fangelsisvist. Hreiðar Már viðurkenndi ekki sekt sína heldur hélt fram sakleysi. Vörn Hreiðars Más var vegin og úrskurðuð léttvæg.

Maður sem er nýbúinn að fá á sig dóm er nokkuð djarfur að ryðjast fram í auðmannaútgáfunni, sem heitir Fréttablaðið, með ásakanir um aðrir hafi ekki farið eftir settum reglum.

Auðmannaútgáfan af sannleikanum er sambærileg við guðsorðið sem skrattinn finnur í Biblíunni.


mbl.is SÍ sakar Hreiðar um ósannsögli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband