Þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Grikkjum ráðlögð íslenska leiðin úr kreppu
Í Guardian skrifar Simon Jenkins að Grikkir ættu að hverfa úr evru-samstarfinu og taka upp eigin mynt. Jenkins nefnir Ísland sem fyrirmynd fyrir Grikki.
Í evru-samstarfinu búa Grikkir við þjóðargjaldþrot og margra tuga prósenta atvinnuleysi. Með því að taka upp eigin gjaldmiðil gætu Grikkir fengið starfhæft efnahagskerfi.
Grikkir verða að lýsa sig gjaldþrota og taka eina meðalið sem virkar; segja sig úr evru-samstarfinu.
Ísland varð ekki gjaldþrota enda ekki í evru-samstarfi. Með krónuna og fullveldið að vopin náði Ísland sér upp úr kreppu á fáeinum misserum.
![]() |
Mikil lækkun í grísku kauphöllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Ólafur auðmaður og frestiþjónustan
Ólafur Ólafsson nýtti sér lögfræðilega nýjung, frestiþjónustu, þegar hann, ásamt Sigurði Einarssyni meðsakborningi, lét lögfræðing sinn hætta málsvörninni í upphafi réttarhalda til að fá nýjan frest.
Lögmennirnir tveir sem um ræðir, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, fengu dæmda á sig réttafarssekt vegna veittrar frestiþjónustu.
Nú þegar Hæstiréttur dæmir Ólaf sekan er auðmaðurinn jafn forhertur og fyrrum og kennir öllum öðrum um dóminn en sjálfum sér.
Einhverjir hefðu nýtt sér frestinn til að ígrunda sína stöðu.
![]() |
Ber stjórnmálamenn þungum sökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Grísk-þýskur ómöguleiki
Grikkir vilja taka einhliða ákvörðun um sín fjármál, í nafni fullveldis og lýðræðis, en eru í myntsamstarfi við 18 önnur ríki og hafa þegið þaðan ótalda milljarða evra í björgunaraðstoð.
Þjóðverjar tóku í upphafi þátt í evru-samstarfinu á þeim forsendum að það yrði eingöngu myntsamtarf en ekki samstarf á sviði ríkisfjármála - enda vissu þeir að slíkt samstarf þýddi að þýski ríkissjóðurinn, sá öflugasti á evru-svæðinu, stæði í ábyrgð fyrir skuldum óreiðuríkja eins og Grikklands.
Ef Grikkir gefa eftir í yfirstandandi deilu viðurkenna þeir að fullveldi og lýðræði er orðin tóm í Evrópusambandinu. Ef Þjóðverjar gefa eftir viðurkenna þeir ábyrgð á skuldum Suður-Evrópuríkja.
Mögulega finnst tímabundin málamiðlun á grísk-þýska ómöguleikanum en það verður aðeins til að viðhalda blekkingunni í evru-samstarfinu enn um hríð.
![]() |
Telur samkomulag enn mögulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Sigrún hefur rétt fyrir sér, prófessor og þýðendur rangt
RÚV kallaði upp á dekk í hádeginu yfirlýstan ESB-sinna, Gauta Kristmannsson prófessor, til að atast í Sigrún Magnúsdóttur. Í kjölfarið, eins og eftir pöntun, kemur ályktun frá félögum Gauta.
Skemmst er frá að segja að Sigrún hefur rétt fyrir sér í málinu en prófessorinn og félagarnir rangt.
Á ensku heitir það að gylla lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Breska ríkisstjórnin ákvað að við svo búið mætti ekki standa og skipaði nefnd til að finna leiðir að komast hjá íþyngjandi áhrifum ESB-reglugerða og laga einmitt með skapandi þýðingum og aðlögnum. Áhrifin þóttu jákvæð.
Svíar unnu einnig skipulega vinnu til að nýta sér svigrúmið í kröfum ESB um samræmdan rétt.
En vitanlega finnst ESB-sinnum á Íslandi ótækt að við skulum reyna að koma okkur undan mestu ESB-áþjáninni.
![]() |
Þýðendur harma orð Sigrúnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Hvaðan kemur hatrið og hvert beinist það?
Hatrið í Kaupmannahafnarmorðum og Parísaródæðunum kemur frá múslímatrú og beinist gegn vestrænum hornsteinum; lýðræði og tjáningarfrelsi.
Skotmörkin í Kaupmannahöfn og París voru valin til að senda þessi skilaboð: ef þið móðgið múslíma og trú þeirra eruð þið réttdræp.
Af þessu leiðir einföld niðurstaða. Annað tveggja gefur eftir, vestræn lýðræðismenning eða múslímatrú.
Flóknara er það nú ekki.
![]() |
Jeg er dansk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Fávitinn ég biðst afsökunar
Ég bloggaði ég gær um frétt á mbl.is og sagði höfundinn fávita. Orðið vísar til einhvers sem veit fátt og var áður notað klínískt um fólk með greindarvísitölu undir 50.
Í skrifum mínum reyni ég að halda mér við þá reglu að segja aldrei neitt um neinn sem ég ekki væri tilbúinn til að segja viðkomandi augliti til auglitis. Og tilfellið er að ég myndi seint segja einhvern fávita.
Ég bið höfund fréttarinnar afsökunar og vona að hann fyrirgefi mér fávisku mína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Múslímsk árás á tjáningarfrelsið
Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn valdi sér skotmark fundarstað þar sem til umræðu var tjáningarfrelsið og guðlast. Það segir okkur að árásarmaðurinn var læs en kaus að útskýra sig með byssukúlum.
Árásarmaðurinn hét Omar Abdel Hamid El-Hussein og var múslími.
Hryðjuverkið í Kaupmannahöfn er samstofna Parísaródæðinu þegar múslímskir hryðjuverkamenn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímarits sem þeir voru ósammála og skutu mann og annan í nafni trúarinnar.
Í umræðunni, t.d. á ritstjórn mbl.is, er reynt að draga fjöður yfir þá staðreynd að múslímar en ekki kristnir, búddistar eða trúleysingjar standa fyrir banatilræðum vegna þess að á vesturlöndum er tjáningarfrelsi.
Múslímsk trúarsamfélög eru uppspretta hryðjuverka gegn vestrænum gildum. Ástæðan er sú að múslímsk trúarsamfélög afneita vestrænu tjáningarfrelsi. Það er vandinn sem við er að glíma.
![]() |
Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. febrúar 2015
Fáviti á fréttavakt mbl.is
Á mbl.is má lesa undir fyrirsögninni Árásarmaðurinn 22 ára Dani:
Maðurinn sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á tveimur skotárásum í Kaupmannahöfn í gær var 22 ára gamall Dani.
Á Aftenposten í Noregi er fyrirsögnin: Gjerningsmannen er
Omar Abdel Hamid El-Hussein(22)
Er ekki rétt að fávitinn á mbl.is fái frí frá fréttaskrifum?
Viðbót 19:15:
Frétt mbl.is er uppfærð 19:12 með nafni tilræðismannsins; en fyrirsögnin er jafn villandi. Fyrirsögnin gefur til kynna að hér sé nýtt Breivik-mál; norrænn maður að skjóta saklausa.
![]() |
Árásarmaðurinn 22 ára Dani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Sunnudagur, 15. febrúar 2015
Múslímafasismi
Hópar eins og Boko Haram, Ríki íslams, Al-Qaida og Talibanar myrða í nafni trúar og finnst ekkert tiltökumál að skera fólk á háls, nauðga og pynta. Allt eru þetta múslímahópar. Hryðjuverk múslíma á vesturlöndum, t.d. í Kaupmannahöfn í gær og í París um daginn, eru framin í nafni spámannsins og með arabíska herópið allah akbar á vörum.
Múslímafasismi af þessari gerð, s.s. sjálfsmorðssprengjuárásir, nýtur stuðnings í mörgum samfélögum múslíma, eins og stórar alþjóðlegar kannanir leiða í ljós.
Norski blaðamaðurinn Per Edgar Kokkvold skrifar í hófsamt borgaralegt dagblað, Aftenposten, og tekur vara á þeirri hneigð margra að kenna múslímafasisma ekki við þá trú sem hún sprettur úr. Hér heima er Jónas Kristjánsson með áþekk varnaðarorð.
Ef andóf er meðal múslíma gegn fasískum hryðjuverkum trúbræðranna þá fer það andóf hljótt. Og kannski fer það hljótt sökum þess að vestræn orðræða er feimin við að kalla trúarfasismann sínu rétta nafni.
![]() |
Skotinn með köldu blóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 15. febrúar 2015
Lögmenn sirkusdýr auðmanna
Lögmenn sem tóku að selja málafylgju sína, en ekki aðeins fagkunnáttu á sviði laga og réttar, urðu að sirkusdýrum auðmanna.
Lögmönnum var skutlað í viðtöl til fjölmiðla, sem auðmenn ýmist áttu eða höfðu greiðan aðgang að, til að útmála fyrir almenningi hve auðmannaskjólstæðingurinn átti bágt vegna ofsókna sérstaks saksóknara.
Lögmenn sem þannig fóru langt út fyrir vettvang laga og rétta torvelduðu faglega úrlausn mála. Nýmæli, eins og að segja sig frá mál rétt áður en réttarhöld hófust, undirstrikuðu hve lögmenn létu sér í léttu rúmi liggja viðmið og reglur réttarríkisins.
Réttarkerfið hlýtur að bregðast við þessari þróun, ýmist með sektum eða jafnvel afturköllun málflutningsleyfa, þeirra lögmanna sem fara langt út fyrr eðlileg mörk í hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína.
![]() |
Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)