Samfylkingin einangrast

Hornkerling íslenskra stjórnmála stillir málum þannig upp að hafni þjóðin Icesave-samningnum hafni hún jafnframt ríkisstjórninni. Þjóðin er fegin að slá tvær flugur í einu höggi, losna við Icesave-samninginn og ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á klúðrinu.

Samfylkingin er á leiðinni í langt frí frá íslenskum stjórnmálum. Eftir kosningasigurinn í vor hefur flokkurinn sýnt sig fullkomlega vanhæfan til að halda á íslenskum hagsmunum.

Eðlilegt er að minnihlutastjórn Vg taki við stjórnarráðinu og leggi stund á lágmarksstjórnmál í samráði við Alþingi fram á næsta vor. Þá kjósum við til þings um leið og gengið verður til sveitarstjórnarkosninga.


mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Alltaf jafn glöggur Páll

Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Pirringur Jóns Inga leynir sér ekki, enda veit hann vel að það er mikið til í þessu ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.10.2009 kl. 07:53

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hjörtur... þetta er ekki pirringur..hann lýsir sér allt öðruvísi hjá mér. 

Þetta er fyrst og fremst hlátur innra með sér því svona var Páll alla tíð meðan hann var formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi   Alltaf í þessum gírnum og alltaf á villigötum

Jón Ingi Cæsarsson, 11.10.2009 kl. 09:23

4 identicon

Kæri Jón !

 Er þetta ekki einhver bölvuð þvæla hjá " óbyggðaþvælaranum" að Páll hafi verið formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi ?? !!

 Innfæddir fullyrða, að á þeim bæ hafi aðeins fundist íhald, frammarar og fjórir VG !

 Fylgendur Jóhönnu aldrei fyrirfundist í þeim frábæra íhaldsbæ !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:04

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kalli... spurðu hann bara .. 

Jón Ingi Cæsarsson, 11.10.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband