Smátt-er-fagurt-atvinnulíf

Í aðdraganda útrásarinnar brustu bönd á íslensku atvinnulífi. Almenningi var seld blekking um að einkavæðing og afnám skorða áttu að skila okkur öllum betri lífskjörum. Eftir hrun blasir við að meinsemdin var búin að grafa sig lengi. Sameining og yfirtaka í atvinnulífi leiddi til stórfyrirtækjareksturs sem lagði dauða hönd sína á frumkvæði og svigrúm nýrra aðila til að komast inn á markaðinn.

Eftirlegukindur hrunsins, Exista og Hagar, svo dæmi séu tekin, á að taka úr öndunarvél skilanefnda og lífeyrissjóða og leyfa að deyja. Þegar fyrirtækjaflykkin hrökkva upp af skapast tækifæri fyrir aðra.

Atvinnulíf á Íslandi þarf að brjóta í smærri einingar. Með því er tryggt að markaðsráðandi aðilar geti ekki komist í einokunaraðstöðu.

Ætli málsvari atvinnulífsins á fyrri tíð, Sjálfstæðisflokkurinn, heyri hverjum klukkan glymur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Eitt máttu vita , við verðum ekkert spurð að því, frekar en áður,  hvað ,,eigendur atvinnulífsins" ætla og vilja gera !   Þú veist hverjir það eru ?

JR (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Líklega er það rétt, JR, en við ættum samt að mögla.

Páll Vilhjálmsson, 27.8.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Less is more,  hélt smá fyrirlestur um þetta hjá Útflutningsráði í byrjun júní s.l., með skírskotun til Kanada, sem setur allt traust sitt á lítil og meðalstór fyrirtæki, enda eru 98% af öllum fyrirtækjum landsins skilgreind lítil og meðalstór með innan við 200 manns í vinnu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.8.2009 kl. 19:44

4 identicon

Greinilega og vel skrifað,   ég er þér sammála

Robert (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:26

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er bráðnauðsynlegt að taka þessar óheilbrigðu samstæður úr öndunarvélunum og leyfa þeim að deyja. Eins og þú segir þá eru það einungis tækifæri sem bjóðast í kjölfarið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.8.2009 kl. 20:39

6 Smámynd: Sævar Helgason

Sammála .  Og við eigum að stefna að mörgum smáum og meðalstórum fyrirtækjum við endurreisnina.  Þar með talið stóriðja- að þeirri stefnu verið varpað fyrir róða- frekar en orðið er. Og umfram allt Exista og Hagar verði gerð upp ...

Sævar Helgason, 27.8.2009 kl. 22:19

7 Smámynd: Björn Birgisson

Páll, fyrir mörgum mánuðum átti ég orðastað við þig. Þú sagðir að Jón Ásgeir væri frábær fjármálamaður. Ég sagði að hann væri loddari, bestur í að ráðstafa annarra manna fjármunum. Ertu enn sama sinnis um Jón Ásgeir og þú varst þá? Ég er enn sama sinnis.

Björn Birgisson, 28.8.2009 kl. 00:28

8 identicon

Það er algjörlega ófyrirgefanlegt og siðlaust hneyksli að halda lífi í gjörsamlega útbrunnum fyrirtækjum eins og Exista og Hagar eru. Þessi fyrirtæki gera ekkert annað en að fá almenning upp á móti stjórnendum þeirra svo vonlaus og illa rekin sem þau eru. Út af borðinu með þetta rusl !!!

Stefán (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband