Exista í viðtengingarhætti

Ef þetta og hitt hefði verið gert öðruvísi væri staðan betri; Kaupþing væri enn stórbanki á norræna vísu og Exista ætti fyrir skuldum. En hlutirnir æxluðust þannig að Kaupþing var rúið trausti úti í heimi og alþjóðleg lán gjaldfelld sem leiddi til gjaldþrots er aftur hafði þær afleiðingar að Exista haldið í öndunarvél lánadrottna.

Sigurður Einarsson Kaupþingsstjóri á stóran hlut í uppbyggingu viðskiptaveldis Bakkavararbræðra sem eiga Exista. Bræðurnir guldu Sigurði greiðann með því að kaupa stóran hlut í Kaupþingi.

Saman stunduðu bræðurnir og Sigurður blóðskammarviðskipti þar sem peningar almennings, t.d. lífeyrissjóðanna, voru notaðir til að lána innan sömu klíkunnar, búa til auðævi handa fáum á kostnað fjöldans.

Lýður og aðrir uppskafningar útrásarinnar kunna ekki að skammast sín.


mbl.is Fengum langmesta höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég þurfti varla að lesa meira en fyrirsögnina, vel mælt.

Finnur Bárðarson, 26.8.2009 kl. 17:33

2 identicon

Þeim svíður að hafa ekki getað keypt upp alla bloggara landsins eins og fjölmiðlana. Verða bara að láta sér nægja Pressubloggara sem enginn tekur mark á.

TH (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessar geimverur tala, töluðu, myndu hafa talað, hafa alltaf talað eingöngu í viðtengingarhætti þáskildagatíðar.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.8.2009 kl. 17:47

4 identicon

Mikið er hatur fólks. Fer verst með það sjálft.

PMG (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 17:48

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hatur hvað ? GMP, MGP eða hvað var það.

Finnur Bárðarson, 26.8.2009 kl. 18:08

6 identicon

Eigi er fé fé nema loðið sé. (rússneskur málsháttur, held ég)

Bóndi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:30

7 identicon

Er þetta ekki bara óþjóðaLýður..?

held það bara

Siggi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:50

8 identicon

Fyrsta skipti sem ég er sammála þér

Dabbi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:08

9 identicon

Uppskafningar er ekki rétta orðið yfir þessa menn, þetta eru hreinræktaðir fjárglæframenn,menn sem töldu sig eiga Ísland og hafa heimild að arðræna banka og hundsa eðlilegt viðskiptaumhverfi, þessa menn ber að ákæra,dæma og fangelsa. Síðan rífa þeir kjaft, að hætti ekta sakamanna.

mér er óglatt.

Óli (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:23

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.8.2009 kl. 22:27

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég held því miður að þú hafir í þessum stutta pistli þínum hitt naglann á höfuðið.

Þetta virðist vera hrollkaldur veruleikinn.

Þetta teymi rændi síðan og féfletti samfélagið í kappi við klíkurnar sem stjórnuðu hinum bönkunum tveim.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.8.2009 kl. 22:46

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Svei mér þá ef ég er ekki sammála þér - sem gerist ekki oft.

Svala Jónsdóttir, 27.8.2009 kl. 00:10

13 identicon

Tek undir með Svölu hér að ofan, ég er bara sammála þér, það hlaut að koma að því.

Valsól (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband