Steingrímur J. kann pólitískt handverk

Steingrímur J. Sigfússon er réttur maður á réttum stað á réttum tíma í stól fjármálaráðherra. Formaður Vinstri grænna er öfgalaus handverksmaður í stjórnarráðinu og skilar dagsverki bæði fyrir og eftir hádegi. Steingrímur J. kláraði eftirlaunamál þingmanna, sem Samfylkingin hafði hikstað og hökt á misserum saman. Hann stendur fyrir fyrstu kvenvæddu bankastjórninni á Íslandi og skammtar opinberum starfsmönnum dagpeninga að hætti hagsýnnar húsmóður.

Vitanlega gengur ekki allt upp, samanber vandræðaganginn með bankaráðsformennina. En þar sem verulega skiptir máli að hafa úrvalsmenn hefur Steingrími tekist ágætlega upp og nægir þar að nefna ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins.

Hér ber allt að sama brunni: Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna verður Steingrímur J. forsætisráðherra með þeim rökum að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið í þungavigtarráðuneyti og sannað sig. Steingrímur J. er maðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur kemur þú ekki á óvart, nema að þú hefur sennilega drukkið einn bjór !

 ,, Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.."

 Það fer enginn heilvita maður með sjálfstæðisflokknum í stjórnarsamstarf !

JR (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Páll.
Varðandi eftirlaunafrumvarpið...finnst þér ekki athyglisvert að Steingrímur, boðberi og fremsti vörður litla mannsins, sá ekki ástæðu til að breyta 23. grein laganna. Sem snúa að 50% hærri greiðslum til flokksformanna. Grein sem honum hafa nú þegar fært yfir 15 milljónir í aukin laun á þessum tíma síðan lögin voru sett.
Lögin frá 2003 má sjá hér athugið sérstaklega grein númer 23...ég sá ekkert minnst á verkamenn, eða fiskverkafólk í þessum lögum.
Breytingarnar má sjá hér ...ég sá ekkert minnst á lækkun álagsins tilhanda flokksformönnum, né verkamenn, eða fiskverkafólk í þessum breytingum.

Haraldur Baldursson, 7.3.2009 kl. 09:54

3 identicon

Þetta er nú alveg sérstaklega vitlaust og óréttlátt Páll. Það vita allir sem vilja vita að það voru sjálfstæðismenn sem stóðu gegn afnámi eftirlaunalaganna. Um leið og Samfylkingin myndar stjórn með VG er ekkkert mál að koma þessu í gegn.

Það er því líka mjög órökrétt að tala um ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks í þessu sambandi enda tel ég mjög ólíklegt að VG yrði til í það. Sjálfstæðismenn hafa gott af hvíld núna.

Ingibjörg Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:30

4 identicon

Fyrr átti ég von á dauða mínum en ÞÚ færir að hæla SJS foringjanum.

Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hann stendur fyrir fyrstu kvenvæddu bankastjórninni á Íslandi og skammtar opinberum starfsmönnum dagpeninga að hætti hagsýnnar húsmóður.

Þetta er dásamlegt. Takk fyrir mig.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband