Snöktandi karlmennska

Jón Ásgeir lýsti sjálfum sér nýlega sem harðdrægum í viðskiptum. Í anddyri höfuðstöðva Baugs í London var stytta af Leifi heppna til að festa í sessi ímyndina um víkinga er  sóttu England heim og gerðu strandhögg. Þegar bandarískt dagblað fjallar um Jón Ásgeir leggur það lykkju á leið sína til að líka Baugsforingjanum við vælandi Hróa Hött. Þessi sögupersóna hefur sökum klæðaburðar og félagsskapar legið undir grun um að vera argur maður - en norræna víkinganna hafði sama orðið um homma og hugleysingja.

Er nema von að Jóni Ásgeiri sárni.


mbl.is „Skipulögð rógsherferð“ gegn fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaaa..... hótaði hann ekki að lögsækja greinarhöfundinn og New York Times eins og í öll hin skiptin þegar einhverjum dirfist að skrifa eitthvað sem þóknast ekki hans hátign?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.. enn eitt pungsparkið.  Það er tvennt í stöðunni hjá þessum fyrrverandi tycon:

1.  Ráða sér nýja PR menn.  Allir búnir að fá sig fullsadda og uppgefna yfir þessu gengdarlausa skrækróma væli.  Þó að tárakyrtlar tyconsins séu nú loksins farnir að virka, þá er tárapottur íslensku þjóðarinnar löngu þrotinn vegna hans og hans líkum.

2.  Fara að ráðum sannra íslenskra víkinga, og bera sig karlmannlega, ganga í málin, segja sannleikann, millifæra innistæður úr skattaparadísum, og byrja upp á nýtt.

Ef sannast lögbröt,  ..... sorry  þráðbeint í fangelsi! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.3.2009 kl. 03:30

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.. enn eitt pungsparkið.  Það er tvennt í stöðunni hjá þessum fyrrverandi tycon:

1.  Ráða sér nýja PR menn.  Allir búnir að fá sig fullsadda og uppgefna yfir þessu gengdarlausa skrækróma væli.  Þó að tárakyrtlar tyconsins séu nú loksins farnir að virka, þá er tárapottur íslensku þjóðarinnar löngu þrotinn vegna hans og hans líkum.

2.  Fara að ráðum sannra íslenskra víkinga, og bera sig karlmannlega, ganga í málin, segja sannleikann, millifæra innistæður úr skattaparadísum, og byrja upp á nýtt.

Ef sannast lögbrot,  ..... sorry  þráðbeint í fangelsi! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.3.2009 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband