ESB bannar yfirvinnu

Íslandsvinurinn Daníel Hannan Evrópuþingmaður vekur athygli á nýjasta inngripi Evrópusambandsins í atvinnulífið. Hannan skrifar um samþykkt Evrópuþingsins á tillögu um að banna undanþágur frá reglunni um 48 stunda hámarksvinnu á viku. Bretar hafa nýtt sér undanþáguna enda kemur hún sér vel fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa að vera sveigjanleg til að standa sig á markaði.

Reglur ESB um vinnutíma breyta litlu fyrir stórfyrirtæki með starfsmannadeildir sem sjá um að fylla út eyðublöð, eftirlit og tímaskráningar í samræmi við ESB-staðla. Það getur á hinn bóginn skilið á milli feigs og ófeigs hjá litlum fyrirtækjum að fá á sig auknar kvaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétta fyrirsögnin væri að "ESB verndar starfsfólk fyrirtækja sem láta fólk vinna yfirvinnu og greiða ekki fyrir það".

Meðalvinnuvika í ESB löndunum er um 40 tímar.

Aðalrökin fyrir þvi að Bretar eiga ekki að hafa þessa undanþágu eru að margir breskir atvinnurekendur snuða fólk um laun fyrir vinnu sem er umfram 48 tíma á viku.

Þegar Ísland gengur í ESB munu þeir reyna að vera "undanþágulandi" eins og Bretland. Reyna að fá allt fyrir ekkert.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, segir nokkuð Þráinn. Ef málið snýst um að greiða fólki kaup er ekki eðlilegra að setja reglur um laun en ekki vinnutíma.

Páll Vilhjálmsson, 17.12.2008 kl. 20:34

3 identicon

Á tímum sem þessum mætti segja mér að fólk slægi ekki hendinni á móti smá aukavinnu. Gæti létt undir afborgunum af lánum, jafnvel borgað salt í grautinn, ef ekki sjálfan grautinn.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þráinn:

Hvaða tölur verða í lottóinu á laugardaginn? Nei, bara svona fyrst þú telur þig sjá fyrir um orðna hluti eins og að Ísland eigi eftir að ganga í Evrópusambandið :D

En almennt varðandi efnið. Það á s.s. að hindra fólk í að drýja tekjurnar með aukavinnu ef þess gerizt þörf. Skemmtilegt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Persónulega finnst mér þetta góð löggjöf þó að hún sé frá evrópusambandinu.

Ef einhver þarf að vinna myrkrana á milli til að borga skuldir er kominn tími til að snúa samfélaginu við að mínu mati.

Það er til lausn án evru það er til samfélag án bankaveldis og það er til peningastefna án verðtryggingar og verðbólgumarkmiða.

Og það er til gjaldmiðill án rýrnunnar.

Og það er hægt að breita þessu samfélagi.

En við verðum að gera það sjálf.

Taka Ísland saman.

En að ganga saman inn í evrópu er algjört glapræði að mínu mati og værumm þá að missa af stórkostlegu tækifæri til að rífa okkur frá þrældóm og skuldafangelsum.

Vilhjálmur Árnason, 21.12.2008 kl. 13:55

6 identicon

Þú hefðir á sínum tíma sennilega verið á móti því að vökulögin væru sett. Þú hefðir sjálfsagt verið hlyntur því að sjómönnum væri þrælað út í eitt svo útgerðin fengi fulla nýtingu út úr mönnunum, skítt með þeirra heilsu og velferð. Það kæmi mér ekki á óvart þó þú værir á móti verkalýðsfélögum og vildir helst taka samtakamátt launamanna úr höndum þeirra svo fyrirtækin gætu hagað sér eins og þeim sýndist. Nei ég er nú bara að hugsa upphátt, en ef svo einkennilega vill til að þessar hugmyndir mínar eru ekki svo langt frá þínum skoðunum, þá er það bara sorglegt. Það á bara að vera þannig að 40 tíma vinnuvika á að duga svo endar nái saman hjá fólki. Á Norðurlöndum er vinnuvikan 35 stundir og dugar fínt, en þú villt auðvitað frekar að fyrirtækjaeigendur njóti gróðans í meira mæli og pakkið sé látið vinna myrkrana á milli? Fyrirtæki eiga greiða það góð laun að meiri vinna en 35-40 stundir á að vera óþörf. Ekki viljum við fara til þess tíma þegar óttinn við fyrirtækjaeigendur var algjör, þar sem verkstjórar höfðu það í hendi sér hvort viðkomandi fjölskyldu faðir gæti brauðfætt börnin sín eða ekki. Móðir mín er fædd 1917. Hún var að vinna fyrst sem vinnukona á sveitarbæ og síðan í saltfirki við að vaska fisk upp úr ísköldu vatni. Yfirmenn komu fram við fólkið eins og þræla en ekki eins og manneskjur. Margar ljótar sögur hefur hún sagt mér. Þess vegna verð ég alltaf hissa þegar ég sé svona skoðanir á blaði.

Valsól (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband