Fjölmiðlakreppa

Bankahrunið hefur valdið fjölmiðlakreppu sem lýsir sér þannig að fjölmiðlar leita að hasar og æsingi og búa hann til ef ekki vill betur. Baksviðið er að helftin af fjölmiðlum; Stöð 2, Bylgjan, Fréttablaðið, DV og Morgunblaðið rambar á barmi gjaldþrots. Þeir sem starfa á þessum miðlum eru við það að missa vinnuna og það kemur í ristjórnarstefnunni.

Blaða- og fréttamenn íslenskra fjölmiðla eru ekki sterkir á svellinu. Þeir gerðu Róbert Marshall Baugsblaðamann að formanni og veittu Reyni Traustasyni blaðamanni verðlaun fyrir að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni þann 1. mars 2003 í Fréttablaðinu.

Lægsti samnefnarinn í íslenskri blaðamennsku stýrir umræðunni. DV er þar í aðalhlutverki. Blaðið er undir forystu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns í Baugi, sem gerði „raunveruleg viðskipti" að eigin sögn þegar hann keypti DV af húsbónda sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

Hreinn Loftsson reyndi að bera fé á þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, 300 milljónir króna af „sporlausum peningum" eins og það hét á sínum tíma. Áður en Hreinn gekk í þjónustu Baugs var hann aðstoðarmaður Davíðs.

Hreinn dundar sér núna við að skálda upp hervæðingu lögreglunnar og setur það í samhengi við mótmæli á Austurvelli. Fréttaflutningurinn er miðaður við lægstu hvatir mannskepnunnar. Samsæriskenningar DV taka öllu því fram sem harðsvíruðustu kommúnistar héldu fram í kalda stríðinu.

DV rær undir taugaveiklun fjölmiðlamanna sem eru á kaupi hjá gjaldþrota fyrirtækjum. Þó vottar fyrir að tvær grímur séu að renna á suma fjölmiðla. Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld leitaði fréttamaður að börnum í Norðlingaholti sem gætu kannski vitað um einhverja fullorðna í hugarvíli. Jú, börnin höfðu heyrt um að einhverjir fullorðnir myndu missa vinnuna um áramótin.

Af ástæðum sem ekki liggja fyrir hafa fjölmiðlar ekki fyrir því að bera saman atvinnuleysistölur á Íslandi og Evrópusambandinu. Jú, svörtustu spár gera ráð fyrir 4-6 prósent atvinnuleysi á Íslandi. Atvinnuleysi í Evrópusambandinu eru 8 - 10 prósent. En það eru auðvitað engar fréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski rétt að leiðrétta kolrangar fullyrðingar þínar um atvinnuleysistölur og samanburð milli ESB og Íslands.

Svartasta spá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir 11% atvinnuleysi árið 2009 (sjá Peningamál SÍ 3/2008) og sumir myndu segja að það væri varlega áætlað. Atvinnleysi í ESB er 7% skv. nýjustu tölum EUROSTAT (sept. 2008).

Ási (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég hef einmitt verið að hugleiða þessa miðla sem við höfum. Þær fréttir sem ég les á mbl.is og visir.is.  Ég byrja daginn á að fara á netið og lesa þessa miðla, það hef ég gert síðan bankahrunið varð. Mér datt í hug um daginn, hver á þessa miðla? Svarið var auðvelt og það vita allir. Við erum hreinlega heilaþvegin af miðlum þessara auðmanna sem urðu þess valdandi í hvaða stöðu við erum í dag. Hvað gera þessir miðlar? Jú þeir beina athyglinni frá sér á alla aðra. Við erum ekki að mótmæla gegn réttum aðilum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:40

3 identicon

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu er mælt með gerólíkum hætti og atvinnuleysi hér. Hér er atvinnuleysi mælt eftir því hversu margir eru á skrá hverju sinni. Í Evrópu er fólk sent á námskeið og atvinnubótavinnu alls konar og ekki skráð atvinnulaust á meðan. Talið er að "raunverulegt" atvinnuleysi í Evrópu sé tvisvar sinnum meira en það sem gefið er upp hverju sinni.

Doddi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 08:19

4 identicon

Hér á Íslandi er reyndar dulið atvinnuleysi vegna þess hversu margir eru á örorkubótum.

Egill (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:04

5 identicon

Rétt Páll. Fjölmiðlarnir eru ónýtir þökk sé forsetanum, Baugi og Samfylkingunni.

Hryllilegt ástand.

Takk fyrir þín góðu skrif.

Karl

Karl (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband