Stígamótafasismi er valdafemínismi í praxís

Stígamótafasisminn skiptir mannfólkinu í þolendur og gerendur. Þolendur ákæra, sakborninga er að játa og taka út refsingu sem á þessu stigi málsins er útskúfun. Lesist: konur ákæra, karlar eru fyrirfram sekir.

Á seinni stigum gæti gamanið farið að kárna. Stígamótafasistar fengu inni hjá Sósíalistaflokki Íslands og boðuðu ofbeldissveitir ,,skipaða sjálfstæðu lögreglu- og ákæruvaldi" til að sjá um afgreiðslu þeirra ákærðu.

Valdafemínisma gengur allt í haginn þessi misserin. Um 70 prósent háskólanema eru konur, formleg völd streyma í stríðum straumi inn meyjarhaftið. Karlar eru óðum að verða húsverðir í kvennahöll. Skyldi ætla að hægja mætti á fasísku orðræðunni. En þar liggur hundurinn grafinn. Mikill vill meira.

,,Geð konunnar er yfirborð, úfin og ólgandi slikja á grunnu vatni," mælti Zaraþústra Nietzsche.

En hvað liggur í djúpinu?

 

 

 

 


mbl.is Tekur afstöðu gegn þolendum og verður ekki saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Þessi kona ætti að leita sér læknis.  Ummæli hennar er sjúk. Ekki verður betur séð en að hún sé í herferð, þ.s. Engu er eirt. Orð hennar um Jóhann Berg benda til að allir sem ekki spila í hennar liði séu sekir um ófyrirgefanlega glæpi. Hún er nú þegar búin að rústa landsliðinu. Mórallinn í botni og félagarnir plokkaðir út ef þeir æmta. Landsliðið á að draga sig út úr keppni. Hvíla boltann.  Með móralinn í ræsinu vinnur ekkert lið og áhorfendur eiga betra skilið. 

Það sem undrar mig mest er þøgn áhorfendanna. I gegnum tíðina hefur þetta verið háværasti krøfuhópurinn. Nú láta þeir þetta yfir sig ganga af ótta við eiginkonurnar sem hafa tekið sóttin. Á meðan þeir þegja linnir þessum látum ekki. 

Ragnhildur Kolka, 5.10.2021 kl. 09:40

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Helga Dögg Sverrisdóttir kom inn á þetta mál á blogginu sínu og setti ég þar inn athugasemd. Núna er það þannig: Grunaðir sekir þar til sekt er afsönnuð.

Sigurður I B Guðmundsson, 5.10.2021 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband