Eitraður femínismi og forsetinn

DV greinir frá, og hefur eftir forsetaritara, að forseti Íslands, Guðni Th., hafði af því áhyggjur hverjir sætu við hlið forseta í heiðursstúkunni. ,,Í ljósi aðstæðna vildi forseti heyra hvaða hugmyndir væru uppi um sætaskipan..."

Af ótta við að fá yfir sig holskeflu hatursorðræðu er forsetinn var um sig og teflir á tæpasta að sitja í heiðursstúku á landsleik. Það sem áður var heiður er nú skömm.

Líklega verður bið á því að forsetinn þori að taka í höndina á leikmönnum sem spila fyrir hönd Íslands.

Það kæmi ekki á óvart að strákarnir okkar hættu að gefa kost á sér í landsliðið. Það er hvort eð er valið af Stígamótum.


mbl.is Kölluðu leikmenn landsliðsins nauðgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Forseti Íslands er góður maður sem vill öllum vel, en því miður er hann gunga. 

Benedikt Halldórsson, 6.9.2021 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hann fór ekki til Rússlands á stærsta leik íslenskra knattspyrnu. Einhver bannaði honum það og hann hlýddi. Þetta verður honum til ævinlegra skammar. 

Sigurður I B Guðmundsson, 6.9.2021 kl. 11:02

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sameinigartákn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.9.2021 kl. 12:44

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Veitti hann ekki einhverjum vafasömum, reyndar dæmdum ............ uppreisn æru ?

Örn Gunnlaugsson, 6.9.2021 kl. 12:53

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Forsetinn heyrði ekki söguna frá fyrstu hendi og komið hefur í ljós að sagan hefur breyst við árlega endursögn manna á milli og sú saga sem birtist um daginn  í blöðunum er í litlu samræmi við það sem stendur í lögregluskýrslum frá því þegar atburðirnir áttu sér stað.

Grímur Kjartansson, 6.9.2021 kl. 13:26

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég veit nú ekki um gæði mans sem lætur kjósasig sem forseta þjóðar en er í raun bara hlíðinn þeim sem stjórna honum. Þar ber auðvita mest á RUV sem að veiti honum vel í kosningunum höfðu, enda lært allnokkuð á mistökunum með Þóru.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.9.2021 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband