Fjölkvæni í þágu kvenna

Umræða um fjölkvæni er fyrirsjáanleg. Hún verður á forsendum kvenna en ekki karla. Konur eru jafnt og þétt að komast í forræðisstöðu í samfélaginu. Gamla hjúskaparformið, milli tveggja einstaklinga, hentar ekki í framtíðinni.

Konur eru í afgerandi meirihluta í háskólanámi á meðan karlar afmenntast. Nær tvöfalt fleiri konur en karlar eru í háskólanámi. Náið samband er á milli menntunar og mannaforráða í samfélaginu. Eftir fáeina áratugi verða konur almennt í betri stöðu en karlar m.t.t. tekna og valda.

Konur á framabraut þurfa fleiri en einn karl til að sinna þörfum sínum. Nú þegar má lesa fréttir í viðlesnum fjölmiðlum um að konur ,,yngi upp" til að mæta breyttum aðstæðum. Næsta skrefið er að horfast í augu við þá staðreynd að einn karl er konunni ekki nóg.

Líkleg þróun er að kona ná sér í karl á meðan hún er í háskólanámi. Hann sér um húsverkin og vinnur kannski launavinnu meðfram við ræstingar eða önnur ófaglærð störf. Eftir útskrift þarf konan á öðrum karli að halda til að láta sjá sig úti á meðal fólks. En hún gefur ekki frá sér húskarlinn, sem sinnir mikilvægu hlutverki. Nýi maðurinn þjónar félagslegri stöðu konunnar og er til skrauts á meðan húskarlinn heldur heimilinu í starfhæfu ástandi.

Til að koma fyrirkomulaginu í höfn þarf vitanlega að breyta viðhorfum í samfélaginu og lögum um hjúskap. En það verður ekkert mál - konur verða ráðandi álitsgjafar og í meirihluta á þingi og í ríkisstjórn.

Í grófum dráttum verður veikara kyninu skipt í tvo flokka: skrautkarla og húskarla.


mbl.is Ekki standi til að lögleiða fjölsambönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvor þeirra á svo að ganga með börnin embarassed

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.7.2017 kl. 11:52

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri það óeðlilegra að einhver maður ætti 2 eiginkonur                                 heldur en að 2 karlar stundi sódómu-líferni?

Þannig fyrikomuleg er víða þekkt í dýraríkinu en allar tegundir myndu deyja út ef að öll dýrin yrðu samkynhneigð.

Jón Þórhallsson, 6.7.2017 kl. 12:18

3 Smámynd: Hörður Þormar

Mér skilst að hér sé átt við fjölveri.

Hörður Þormar, 6.7.2017 kl. 12:35

4 Smámynd: rhansen

Er þetta ekki þegar orðið svona .meira heldur en minna :...það held eg ...

rhansen, 7.7.2017 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband