Ráðuneyti kaupir sér áhrif í pólitík

Utanríkisráðuneytið ætlar að kaupa fjölmiðil til að fjalla um mál sem ráðuneytið vill að fái aukið vægi í pólitískri umræðu. Tilraunaverkefni ráðuneytisins er þróunarmál. Ef vel tekst til gæti utanríkisráðuneytið notað sömu aðferð við annað stefnumál, til dæmis ESB-umsóknina.

Kaup ráðneytisins á fjölmiðlaumfjöllun spillir bæði opinberri stjórnsýslu og fjömiðlun. Pólitísk umræða gengur þannig fyrir sig í grófum dráttum að hugmyndir og stefnumál eru rædd á opnum vettvangi í fjölmiðlum og á netinu. Stjórnmálaflokkar sækja efnivið sinn í þessa umræðu og gera að pólitískri stefnu sinni. Með því að kaupa fjölmiðil til að fjalla um sérstök áhugamál sín reynir utanríkisráðuneytið að hafa óeðlileg áhrif á umræðuna.

Stjórnsýslunni er ætlað að framkvæma stefnu sem stjórnmálaflokkar bera fram og fá umboð frá kjósendum til að framfylgja. Ef stjórnsýslan, þ.e. ráðuneyti og opinberar stofnanir, kaupir sér aðgang að umræðunni, þar sem fyrstu drög pólitískrar stefnu verða til, jafngildir það tilraun til að svindla á lýðræðinu.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins segist treysta fjölmiðlum að starfa faglega. En fagleg fjölmiðlun gengur út á að láta peninga ekki hafa áhrif á efnisval og efnistök. Með því að kaupa sig inn á fjölmiðla er ráðneytið í senn að lýsa yfir vantrausti á fjölmiðla og vilja til að taka þátt í spillingu. Utanríkisráðuneytið er komið langt út fyrir sitt valdsvið þegar það kaupir fjölmiðlaumfjöllun í sína þágu.


mbl.is Ekki greitt til að fjalla um ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að rúv-sjónvarp sérhæfi sig í utanríkismálum 1 sinni í viku og vinna þá aðallega með landakorta-tækniteikningar til þess að koma LAUSNUM á framfæri

Ekki endilega í þróunnarmálum heldur að hafa alla heimsbyggðia uppi við á korti í 40 mínútna löngum þætti:

=Að hugsa allt í lausnum:

1.Hvar er ástandið verst? Hver er leiðtogi þess lands?

2.Hvaða hópar eru að deila , um hvað og hvar eru þeirra höfðustöðvar?

Þetta þarf allt að skoða í ró og næði inn í sjónvarpssal eins og að um skákskýringar væri um að ræða en ekki í gegnum chaos-live-myndir af einstaka ógæfumanni:=Það leiðir ekki til lausna:

http://globalis.is/Atoek

Jón Þórhallsson, 30.11.2016 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband