Pólitíska andlitið eftir kosningar

Viðreisn er þriðji minnsti flokkurinn á alþingi og Björt framtíð næst minnsti. Aðeins hornkerling Samfylkingar er minni en þessir flokkar. Smáflokkar eru og verða smáflokkar þótt þeir taki sæti í ríkisstjórn.

Vandræði Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru þau sömu. Flokkarnir börðust fyrir kollsteypum á sviði utanríkismála, stjórnskipunar og í landbúnaðarmálum. En kjósendur voru ekki áhugasamir, Viðreisn fékk 10,5 prósent fylgi en Björt framtíð 7,2 prósent.

Af þessu leiðir eru hvorki Viðreisn né Björt framtíð með umboð frá kjósendum að gera stórfelldar breytingar á meginþáttum samfélagsins. Til að halda andlitinu verða flokkarnir á fá bein að naga. Á beininu verða tægjur af kosningaloforðum sem engin rök stóðu til að hægt væri að efna.


mbl.is „Væntanlega“ fundað áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta fór nú ekki alveg eins og þú spáðir Páll.. 

Jón Bjarni, 16.11.2016 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband