Trump afhjúpar Nató-lygina um Pútín

Utanríkisstefna Nató-ríkjanna, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, er frá aldamótum byggð á þeirri lygi að Pútín Rússlandsforseti stefni að heimsyfirráðum. Þessi lygi er fóðruð með endalausum áróðri um að Pútín sé voðalegur maður á alla vegu og kanta. Í reynd stendur Pútín aðeins fyrir lögmæta öryggishagsmuni rússneska ríkisins og sýndi enga tilburði til að endurvekja útþenslustefnu föllnu Sovétríkjanna.

Í skjóli lyganna um Pútin reka Bandaríkin og Evrópusambandið herská utanríkisstefnu í Austur-Evrópu sem leiddi til Úkraínustríðsins. Með Bandaríkin í forystu stunda sömu aðilar ævintýralega dómgreindarlaus afskipti af málefnum miðausturlanda þar sem slóð stríða og eyileggingar liggur um Írak, Sýrland og Líbýu.

Trump andæfði lyginni um Pútín Rússlandsforseta og hann fordæmdi hernaðarstefnu Bandaríkjanna í miðausturlöndum. Helstu hönnuðir Pútín-lyginnar, t.d. William Hague fyrrum utanríkisráðherra Breta, skrifa núna hrollvekjur um að Vesturlönd séu að falli komin - ef þau halda ekki í Pútín-lygina.

Eina leiðin fyrir Vesturlönd til að halda velli er í friðsamlegri sambúð við Rússland. Sögulega og menningarlega stendur Rússland nærri Vesturlöndum. Til að nokkur von sé um að halda ófriðnum í miðausturlöndum í skefjum verða Vesturlönd (les Nató-ríkin) að vinna með Rússum og Pútín.

 

 


mbl.is Biður fólk að gefa Trump tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn framtíð fyrir Vesturlönd.

Að Putin hafi gefið upp útþennslustefnu, er náttúrulega ekki rétt. Sovétríkin höfðu aldrei útþennslu, heldur litu á að þau væru að verja lönd "slavneskra" þjóða gegn ágangi Evrópu.

Rússar gáfust upp á því, því þetta var of dýrt fyrir þá.  Það er ekki hægt að "occupy" önnur lönd, er nútíma herþekking.  Hver sá sem slíkt gerir, endar í "Afganistan".

Rússar hafa snúið sér að "Kína", og bandaríkjamenn vilja gera það líka. Evrópa er orðið "gamalt", afturlama hrúgald af "ösnum". Öll Evrópu, er "fasistaríki" ... í einu orði sagt.  Lönd, sem dreyma um "heimsyfirráð".  Það eru ekki Rússar, sem dreyma um það ... heldur Evrópubandalagið, jafnvel Noregur ... sem er að reyna að verða olíu ríki, en er að kafna í kostnaði.  Á svipaðan hátt og Bandaríkin, sem eru að kafna undan kostnaðinum við olíu borunina. Olíu lyndir framtíðarinnar, eru í Kínahafi og Rússlandi.

Vandamálin í mið-austurlöndum, eiga upptök sín í að ... olían er að dvína.  Pólitíkin sem höfð er uppi, af NATÓ, eru blekkingar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 11:23

2 identicon

Í stuttu máli má segja, að Vesturveldin ... breittust í Sovétríkin.

Með kerlingarnar í fararbroddi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 11:25

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Pútín hefur ekki verið að afhjúpa neina lygi heldur sagt sína skoðun sem er ekki byggð á neinni úttekt öryggisstofnanna Bandaríkjanna. Ef eihver heldur því fram að Pútín sé ekki með útþennslustefnu þá hefur hann ekki verið að fylgjast með. Pítín hefur ekki verið að gæta neinna eðlilera ögyuggishagsmuna með afskitpum sínu af Úkraínu heldur hefur hann notað slíkt sem afsökun. Pútín eða Rússum kemur ekkert við hvort Úkraína gengur í Nato, ESB eða aðrar þær stofnanir sem þeim þóknast og því hafa Rússar engan rétt á að skipta sér af því hvað þá senda inn her til að koma í veg fyrir það. Pútín hefur einnig notað sem afsökun að verið væri að ógna rússneskumælandi íbúum landana og hefur það að mestu verið fullyrðingar sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Það er ekkert til sem getur réttlætt afskipti Rússa af málafnum, Úrkaínu, Téténíu eða Gerogíu. Ef Pútín verður ekki stoppaður af þá verða Eystarsaltsríkin af öllum líkindum næstu fórnarlömb útþennslustefnu hans og sennilega líka réttlætt með fullyrðingum um að gæta þurfi hagsmuna rússneskumælandi minnihluta þar.

Það er eitt af stóru áhyggjuefnunum við kjör Trump að hann hefur lýsti því yfir að Eystarsaltsríkin geti ekki treyst á aðstoð Bandaríkjanna ef Rússar ráðast á þau sem var í raun yfirýsing til Rússa að komið verði grænt ljós á slíka innrás þeirra nái Trump kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Enda held ég að fáir hafi fagnað meira kjöri hanns en hinir herskáu Rússar. Nú aukast líkurnar á að þeir geti farið sínu fram í austur Evrópu sem verði aftur konin undir járhæl þeirra að stórum hluta til.

Sigurður M Grétarsson, 15.11.2016 kl. 11:46

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður M.Grétarsson.- Fyrirsögn pistilsins er; "Trump afhjúpar Nato-lygina um Putin."


Er þér mikið niðri fyrir?

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2016 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband