Hvítir karlar og hrun Vesturlanda

Reiðir hvítir karlar er stærsti kjósendahópur Trump. Sami hópurinn var á bakvið úrsögn Breta úr ESB. Hvorugt átti að gerast, samanber grein í vinstriútgáfunni New Statesman snemmsumars.

En hvorttveggja Trump og Brexit dundu yfir heimsbyggðina sama árið. Chris Patten, gamalreyndur breskur stjórnmálamaður, segir að kjör Trump viti á endalok Vesturlanda.

Gangi heimsendaspádómar eftir, og Vesturlönd hrynja, fer vel á því að hvítir karlar sjái um niðurrifið. Það voru jú þeir sem bjuggu til Vesturlönd.


mbl.is Trump leggur drög að fyrstu dögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trumpsi kallinn er nú þegar farinn að draga úr yfirlýsingum sínum svo áhyggjurnar af hruni Vesturlanda eru nú kannski óþarfar. Sagði hann ekki eftir fundinn með Obama að hann hefði hálfpartinn lofað að tæta ekki niður heilbrigðiskerfið hans, þetta væri nú það viðkunnalegur maður? Og í dag kvaðst hann hættur við að lögsækja Hillary (Killary og Hitlery var hún stundum kölluð þegar tilfinningahitinn náði yfirhöndinni), því hún og karlinn væru nú á endanum "good people".

Þorsteinn Siglaugsson, 14.11.2016 kl. 22:44

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skoðanamyndun meðal manna eins og til dæmis Chris Pattens býr greinilega við bágari kjör en á hátímum aðalsins, þar sem bara hirðin mátti hafa skoðun. Ég efast um að Chris, þrátt fyrir flott fornafn sitt, hafi nokkru sinni skilið að hornsteinn Vesturlanda var lagður með útgöngunni af Egyptalandi - sem og síðar óhjákvæmilega kollvarpaði nýlendu hans

Það er sorglegt að sjá svo mörg fullhraust heilabú verða að bambuskofum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.11.2016 kl. 23:15

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er bannað að vera reiður hvítur karl, sem spillt kerfi hefur keyrt í skítinn?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.11.2016 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband