Björn Valur hrósar Óttari - vinstrimenn skilja ekki málamiðlun

Varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, hrósar Óttari Proppé fyrir að ganga til stjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokknum. Rök Björns Vals:

Kjósendur sendu stjórnmálamönnum þau skilaboð í kosningunum að þeir ættu að ræða sig til lausna. Óttar Proppé og félagar hafa meðtekið þau skilaboð. Stjórnarsáttmáli næstu ríkisstjórnar verður málamiðlun á milli þeirra flokka sem mynda stjórnina. Þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það alltaf.

Jóhanna Sigurðardóttir og margir vinstrimenn aðrir vilja ekki skilja innsta eðli lýðræðislegra stjórnmála, sem er málamiðlunin.

Vinstrimenn buðu fram fjóra flokka af ýmsum sortum í nýafstöðnum kosningum: Vinstri græna, Pírata, Bjarta framtíð og Samfylkingu. Þessir flokkar fengu samtals 27 þingmenn. Til að ná meirihluta á alþingi þarf 32 þingmenn eða fleiri.

Meirihluti þjóðarinnar kaus annað en vinstriflokkana. Stærsti kjósendahópurinn, 29%, kaus Sjálfstæðisflokkinn. Rétt og sanngjörn niðurstaða er að ríkisstjórn málamiðlunar verði mynduð undir forsæti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Vinstrimenn skipta sér í fjóra flokka en krefjast þess að flokkarnir hagi sér eins og þeir væru einn flokkur. Hvers vegna byrja þeir ekki á því að sameinast í einn flokk? Ætli svarið sé ekki að málamiðlun og vinstripólitík eigi ekkert sérstaklega vel saman?

 

 

 


mbl.is „Æ, æ, Óttarr Proppé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband