Evrópuher útilokar ESB-aðild til framtíðar

Evrópusambandið er í sjokki eftir sigur Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tvær ástæður eru í forgrunni. Í fyrsta lagi ætlar Trump ekki að fjármagna varnir Evrópu líkt og áður í gegnum Nató. Í öðru lagi er líklegt að Trump nái samkomulagi við Pútín Rússlandsforseta um skiptingu á umdeildum áhrifasvæðum s.s. í Austur-Evrópu og miðausturlöndum.

Evrópusambandið stóð fyrir útþenslu í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna. Eystrasaltslöndin þrjú, Pólland, Búlgaría og Rúmenía runnu inn í ESB. Útþenslan strandaði í Úkraínu þar sem nú geisar staðgenglastríð milli ESB/Bandaríkjanna/Nató annars vegar og hins vegar Rússlands.

Ef Trump hættir að fjármagna Nató í sama mæli og áður og semur við Pútín um skiptingu áhrifasvæða er öll Austur-Evrópa í uppnámi - en hún er í bakgarði Rússa líkt og Mexíkó er túnflötur Bandaríkjanna.

Andspænis þessari hrollvekju ætlar Evrópusambandið að byggja upp her - í sama mund og eitt öflugasta herveldið innan sambandsins, Bretland, er á leiðinni út.

Ísland er á viðurkenndu áhrifasvæði Bandaríkjanna síðustu 70 árin. Við eigum nákvæmlega engra hagsmuna að gæta í Austur-Evrópu í sögulegu samhengi, nema þeim að viðskiptasamband Íslands og Rússlands er traust. Ef Ísland álpaðist inn í Evrópusambandið undir þessum kringumstæðum jafngilti það að við löðrunguðum Bandaríkin og skitum á stofugólf Pútíns.

Íslenskir stjórnmálamenn sem svo mikið sem íhuga ESB-aðild um þessar mundir eru ekki með öllum mjalla.


mbl.is Vill stefna að Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Þú segir að nú ætli Evrópulönd að byggja upp her. Þér er væntanlega ljóst að hvert einasta þessara ríkja hefur sinn eigin her (sem er vonandi eitthvað betur vopnum búinn en okkar eini her: Hjálpræðisherinn!). Yfirgnæfandi meirihluta ESB landa er líka í NATÓ. Hlutlausu ESB ríkin eru auðvitað ekki hlutlaus lengur, nema að nafninu til, auk þess hafa þau aukaaðild að NATÓ (Partnership for Peace). Kostnaður Evrópulanda við hergagnaframleiðslu og rekstur herafla er tvöfaldur á við kostnað BNA (sem eyða þó miklu meiru í hermál). Það sem Juncker er að hvetja til er að hætta fokdýrum tvíverknaði og spara feikiháar upphæðir með samvinnu og verkaskiptingu. Þá geta Evrópumenn kannski staðið á eigin fótum og þurfa ekki að sníkja aðstoð frá Bandaríkjunum.

Sæmundur G. Halldórsson , 12.11.2016 kl. 21:31

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Sæmundur, ábyggilega myndi rekstrarhagræðing fylgja Evrópuher sem yrði her allra ESB-ríkja. En reksturinn er aukaatriði hjá ESB, eins og sagan sýnir. Aðalatriðið er að ESB-kerfið kann nógu mikið í sögu til að vita að ekkert heimsveldi frá dögum Rómverja stóð undir nafni án eigin hers. Og ESB vill verða heimsveldi.

Páll Vilhjálmsson, 12.11.2016 kl. 22:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Myndin er flókari en svo að afgreiða hana eins og hér er gert með því að segja "...ESB vill verða heimsveldi" þótt þar á bæi vilji menn vera viðbúnir því að taka meiri þátt í hervörnum ef Trump knýr það fram, þar á meðal evrópsku NATO-ríkin, sem eru í stórum meirihluta ríkja í álfunni. 

Ómar Ragnarsson, 13.11.2016 kl. 00:30

4 Smámynd: Snorri Hansson

Og hver vill falla fyrir ESB ???

Snorri Hansson, 13.11.2016 kl. 02:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Makalaust er að sjá jafnvel Ómar Ragnarsson hér í vanþekkingu um þá staðreynd, að fremstu ráðamenn Evrópusambandsins hafa lýst yfir eindregnum vilja til að gera það að stórveldi, sjá nánar þessa grein: Evrópusambandið vill verða stórveldi/heimsveldi (staðfest)

Jón Valur Jensson, 13.11.2016 kl. 04:19

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Enn mætir guðfræðingurinn ( þið vitið, þessi sem bauð sig fram en honum og flokki hans var hafnað með nýju meti, þið vitið, þessum sem keppist við að kalla fólk nöfnum, talað niður til fólks en þolir það illa sjálfur) með sitt huglæga mat á "útrás ESB".

Hér tengir hann við eigin grein, þar sem vitnaði er ummfjallanir á Wikipedia (sem háskólakennarar taka ekki mark á sem áreiðanlega heimild) og svo í blaðagreinar þar sem orð og setningar eru teknar úr samhengi (....þar sem guðfræðingurinn er í essinu sínu...) og þeirra heimilda heldur ekki getið.

Auðvitað er vitað um gríðarlegt hatur höfundar og guðfræðingins á ESB og öllu fólki þar sem þar vill búa. Það má sjá á reglulegum illmælgisskrifum á hverjum og einum sem kann að mæla með ESB. Þessir fóstbræður líta svo ekki til gagna þar sem kostir fyrir almenning að búa í ESB (kannski líta þeir stærra á sig en almenning, hver veit).

Auðvitað er það markmið þeirra sem búa, stýra, móta og fylgja reglum ESB að sambandið vaxi og dafni. Það er þó ekki samansem merki og einn þeirra sem guðfræðingurinnn hlýtur að líta til, miðað við skrif hans um erlenda íbúa heimsins sá var fæddur í Austuríki og var skírður Adolf, að útbúa eitt stykki heimsveldi. Ekki ætla ég þessu báðum að vera svo vitgrannir, þeir auðvitað vita báðir betur.

Hitt er þó öllu merkilegra að báðir þessir fóstbræður studdu við DO sem þolir ekki ESB, þeir studdu Trump til afreka og virðast um leið styðja allt tollaafnám sem Trump vill framkvæma, vill um leið ekki gera beina viðskiptasamninga við hvern sem er, virðist líka núna vera hafna UK. Auðvitað sjá það allir að þetta er gert með einum vilja, að tryggja þeim sem eiga fjármagnið, að þeir verði enn ríkari.

Auðvitað studdu þeir Trump sem tilheyrir þeim hópi 1 % sem á alla eignir í USA (munum að guðfræðingurinn lýsti því yfir að það hefði verið eðliðlegt að launamenn á Íslandi tækju á sig lækkun krónunar 2008, sem auðvitað tryggðu eignamönnum meiri auð. Það studdi guðfræðingurinn við).

Mín niðurstaða er sú að hvað sem tautar og raular, þá má almenningi ekki ganga vel, bara þessum fáum. Koma í veg fyrir aðildarsamningaviðræður (sjá hér: https://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla-um-samningavidraedur-Islands-um-adild-ad-Evropusambandinu.pdf) um inngöngu í ESB með öllum ráðum, svo að einokun og vesæld almennings haldi áfram. Í boði siðfræðings og guðfræðings. Það er fallegt á svona haustdegi eða hii þó heldur. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.11.2016 kl. 12:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vesalings Sigfús Ómar fimbulfambar hér svo frjálst að sinni vild, að leitun mun að þeim lesanda, sem sér ekki í gegnum aumar rökleysur hans.

1. Íslenska þjóðfylkingin var svikin í tryggðum af innanflokksfólki, sem rægði forystu flokksins (og þar er ég ekki að tala um mig), þannig að kjósendur áttu þess sáralítinn kost að kjósa hann.

2. Fjarri fer því að ég "kalli fólk nöfnum" nema þegar viðkomandi eiga það fyllilega skilið, t.d. fyrir Icesave-þjónustu sína, en ekki má minnast á slíkt án þess að hrikti í hjörunum á Sigfúsi.

3. Tilvísanir á Wikipediu í grein minni eru EKKI í neina efnislega umfjöllun um stórveldis-ummælin, heldur einfaldlega á æviágrip viðkomandi æðstu embættismanna ESB.

4. Engar setningar tók ég úr samhengi.

5. Þegar Sigfús talar um "gríðarlegt hatur höfundar og guðfræðingins á ESB og öllu fólki þar sem þar vill búa," þá slær hann jafnvel nýtt met í ofurmælum. Mér dettur ekki í hug að hata neitt fólk í Evrópusambandinu. Sigfús má hins vegar láta athuga betur með rökhugsun sína, gæti t.d. gengið í Heimspekiskólann -- er hann ekki til? Hann hefði þá eitthvað gott fyrir stafni í stað þess að gera sig svona að athlægi út um allar koppagrundir.

6. Það, sem ég var "að líta til" við samantekt greinar minnar á Fullveldisvaktinni var einfaldlega það sem leiðtogar Evrópusambandsins sjálfs höfðu sagt um "Großmacht" þess og "Empire". En af einhverjum ástæðum er Sigfúsi og hans líkum á stundum mjög illa við, að vitnað sé í orð valdamestu talsmanna ESB sjálfs! Ég efast t.d. um, að hann þoli það vel, sem hér má lesa: Útþenslukommissari Evrópusambandsins, Füle, skólaði Össur í "aðildarferlinu"! - Samt skrökvar Össur enn! -- "Íslendingar verða að samþykkja og virða löggjöf Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum" - ekki boðið upp á annað í ESB! -- "Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB) --  eða þetta: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359088/

7. Ekki skil ég, út í hvaða rugl Sigfús er kominn í 3. síðasta málslið sínum ("Hitt er þó ...").

8. Í næstsíðasta málslið klifar hann sennilega í 20. sinn á þeirri heimildarlausu fullyrðingu sinni um að ég hafi "lýst því yfir að það hefði verið eðlilegt að launamenn á Íslandi tækju á sig lækkun krónunar 2008". En valið var á milli gengisfellingar (eins og t.d. Norðmenn hafa þurft að taka á sig vegna verðfalls olíu á síðustu misserum og jafnvel evran háheilaga hefur þurft að líða vegna ákvarðana í Brussel á síðustu mánuðum!) eða hins, að hér myndi blasa við stórfellt og langvarandi atvinnuleysi mjög stórs hluta þjóðarinnar eins og ýmis ESB-ríki (bæði í S-Evrópu, Írlandi og víðar) urðu að þola (jafnvel enn) í kjölfar bankakreppunnar og ekki sízt vegna stífni hinnar þýzkustýrðu evru. Sigfús hefði sem sé fremur kosið allt að 25-40% atvinnuleysi, en íslenzkir ráðamenn völdu hins vegar að treysta á þann sveigjanleika krónunnar sem opnaði á gríðarlegan ferðamannastraum hingað og stórauknar tekjur útflutningsatvinnuvega okkar, og allt hefur það stórbætt gjaldeyrisstöðu landsins.

Ég lýsi bara samúð minni með þessum vorkunnarverða einstakling, en ætlast þó til þess, að hann láti af upplognum fullyrðingum um "hatur" af minni hálfu.

Jón Valur Jensson, 13.11.2016 kl. 14:13

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jón Valur, hvað þýðir það að kalla fólk "apa" ?

Gott ef ekki að ég hafi séð slíkt komandi frá þér í gær....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.11.2016 kl. 15:44

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, engan kallaði ég "apa" og legg það ekki í vana minn.

Jón Valur Jensson, 13.11.2016 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband