Reiði kallinn, Bogi, Baldvin og RÚV

Bald­vin Þór Bergs­son, fréttamaður á RÚV og há­skóla­kenn­ari, segir eftirfarandi í fyrirlestri í endursögn mbl.is:

Benti Bald­vin á að með net­inu og sam­fé­lags­miðlum hafi allt í einu reiði kall­inn á kaffi­stof­unni fengið vett­vang til að láta reiði sína ná til stærri hóps. Það væru jafn­vel fjöl­marg­ir á sömu skoðun og hann í sam­fé­lag­inu. Þar hætti stofn­un­um oft til þess að horfa til þess nei­kvæða þó raun­in væri sú að þetta væri lít­ill en há­vær hóp­ur.

Bogi Ágústsson tilfærði þennan reiða kaffikarl þegar hann útskýrði fyrir alþjóð hvers vegna RÚV stóð fyrir atlögunni að Sigmundi Davíð í Wintris-málinu:

Svar Boga er komið á Youtube og er svona: ,,Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."

RÚV er rekið í þágu reiðinnar í samfélaginu. Um leið og fréttamenn RÚV fara í hlutverk fræðimanna sjá þeir villu síns vegar.

Reiði kallinn á ekki heima í ríkisfjölmiðli, heldur á sértrúarmiðli. Við eigum ekki að halda úti RÚV til endurvarpa reiða kallinum.


mbl.is Þegar allir fengu rödd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fátt er skemmtilegra en ábending fróðra manna á hegðun meðal vinnufélaga.En það fer nú um mann þegar sagan er tíunduð og löguð til á virtum fréttastofnunum. 


Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2016 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband