Birgitta skilur ekki Brexit, heldur ekki ESB

ESB-sinninn Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata skilur ekki hvað úrsögn Breta úr Evrópusambandinu þýðir og heldur ekki hvernig ESB starfar.

Stækkunarstjóri ESB segir að engin ný ríki verði tekin inn í Evrópusambandið fyrr en eftir 2020. Kjörtímabilinu sem hefst í lok október stendur til haustsins 2020. Það þýðir að næsta kjörtímabil er tilgangslaust að ræða við ESB um aðild - bara út af þessu eina atriði.

En það er meira sem hangir á spýtunni.

Bretland ætlar ekki inn í EES-samninginn sem Ísland á aðild að. Þar með eru allar líkur á að EES-samstarfið líði undir lok.

Svo er það þetta lítilræði: íslenska þjóðin hefur í sjö ár samfleytt hafnað ESB-aðild.

Í stað þess að ræða aðild að ESB ætti Birgitta að ræða hvað gerist eftir EES. En hún mun aldrei skilja það. Birgittu skortir spektina.


mbl.is Ráðherra ber að svara þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Höldum gjarnan þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst svo þjóðin fái tækifæri til að hafna ESB-aðild með afgerandi hætti og við getum hætta að eyða tíma í þá tilgangleysu að ræða þetta mál eitthvað frekar.

Það er einmitt stefna að Pírata að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu og leggja niðurstöðu hennar til grundvallar í þessu máli.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2016 kl. 18:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Til hvers að greiða atkvæði um aðildaviðræður sem eru ekki í boði?

Halldór Jónsson, 3.10.2016 kl. 18:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Halldór.

Ég sagði aldrei og hvergi að ég vildi atkvæðagreiðslu um neinar viðræður sem eru ekki í boði. Það sem ég sagði bæði hér og alls staðar annars staðar þar sem ég hef tjáð mig um þetta, er að ég vil greiða atkvæði gegn aðild. Ekki viðræðum heldur aðild, enda er það eina spurningin sem þarf að svara.

Til hvers? Jú til þess að kjósa málið burt svo hægt sé að hætta að eyða tíma í þessa tilgangslausu og martraðarkenndu umræðu sem málinu fylgir. Íslendingar hafa nóg annað mun verðugra til að einbeita sér að.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2016 kl. 22:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju eiga Esbésinnar að halda þessu drulludauða máli opnu,svo spökustu menn eins og þú fá martraðir Guðmundur.Leyfum þeim að æmta og skræmta,látum sem það séu umferðarhljóð Esbésinna,það venst.

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2016 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband