Ný framsókn Sigmundar Davíðs

Framhaldslíf Sigmundar Davíðs í stjórnmálum getur ekki verið í þingflokki auðmýktar Sigurðar Inga. Tveir aðrir möguleikar teikna sig upp, annar langsóttur en hinn nærtækur.

Sá langsótti er að efna til nýs framboðs. Ekki eru nema um tíu dagar þangað til að framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar og slíkt varla gerlegt á jafn skömmum tíma. 

Nærtæki möguleikinn er að Sigmundur Davíð stofni sjálfstæðan þingflokk eftir kosningar og í framhaldi stjórnmálahreyfingu. Þingflokkur þarf þrjá þingmenn og vel hugsanlegt að slíku megi koma í kring.

 


mbl.is „Þekkjum ekki taparann Sigmund Davíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvert ætti að vera helsta baráttumálið hans Sigmundar?

Jón Þórhallsson, 3.10.2016 kl. 10:27

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er óneitanlega frumleg hugmynd, að Sigmundur myndi bjóða sig fram fryir einn flokk en lýsa því fyrirfram yfir að hann ætlaði samt ekki að starfa með þeim flokki ...

Skeggi Skaftason, 3.10.2016 kl. 10:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú þegar hefur hinn öflugi stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnar Bragi Sveinsson sagst ætla að starfa heils hugar með Sigurði Inga. 

Hverjir eru hinir tveir, sem gætu hugsað sér að njóta fyrst ávaxta af kosningabaráttu undir forystu Sigurðar Inga til þess eins að stofna þingflokk gegn honum eftir kosningar?

Ómar Ragnarsson, 3.10.2016 kl. 13:03

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Páll Vilhjálmsson er örugglega til í slaginn með Simma ef að af verður :)

Ragna Birgisdóttir, 3.10.2016 kl. 13:25

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sá sem býður sætti æti að veita slíkt sjálfur við þegar taflið snýst.

Óskar Guðmundsson, 3.10.2016 kl. 16:05

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Mér hugnast hvorug þessara leiða.  Ég vænti þess að Sigurður Ingi standi við stóru orðin og leiti heilshugar sáttar. Það væri eina færa leiðin til að núverandi ríkisstjórnarflokkar héldu meirihluta sínum. Væri ég Sigmundur, mundi ég taka fullan þátt í kosningaslagnum og reyna að tryggja þessum flokkum framhald stjórnarsamstarfs. Og  vegna þess að Framsókn hefur haft forsætisráðuneytið á liðnu kjörtímabili, er ljóst að Sjálafstæðismenn munu krefjast þess ráðuneytis en Framsókn mundi fá utanríkisráðuneytið. Hefð er fyrir því að sami flokkur hafi ekki forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneytið, sem þá kæmi í hlut Framsóknar og sterkasti kandídat sem fjármálaráðherra er Sigmundur Davíð. Þar með væri sú stjórn afar sterk, þar sem báðir armar Framsóknarflokksins ættu vel virka aðild að stjórninni og báðir pólar flokksins í mikilvægum ráðuneytum.   Betri útkomu er vart hægt að fá.

Guðbjörn Jónsson, 3.10.2016 kl. 18:16

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það virðist vera vilji sumra, að Framsóknarflokkurinn hverfi alveg af vettvangi stjórnmálanna.

Sigmundur Davíð er ekki samvinnuhæfur innan stjórnmálaflokka, meðan hann lítur á það sem sjálfssagða hegðun að ræða ekki stór mál við þingflokksfélagana hverju sinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.10.2016 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband