Foringinn fær hyllingu - hvað gera Sigurður I. og RÚV?

Sigmundur Davíð er óskoraður foringi Framsóknarflokksins. Afgerandi kosning sem hann fær í forystusæti flokksins í Norðausturkjördæminu staðfestir stöðu hans. Mótframbjóðandinn, Höskuldur Þórhallsson, er sendur öfugur út af framboðslistanum og af þingi.

Sigurður Ingi, sem varð forsætisráðherra eftir aðför RÚV að Sigmundi Davíð, var nýlega settur á flot af Guðna Ágústssyni og RÚV til höfuðs sitjandi formanni.

Sigurður Ingi er með það í hendi sér að halda áfram ófriði innan Framsóknarflokksins eða verða maður að meiri og taka af öll tvímæli um að hann sé ekki verkfæri sundurlyndisafla.

Með stuðningsyfirlýsingu Sigurðar Inga við Sigmund Davíð getur Framsóknarflokkurinn einhent sér í að safna fylgi fyrir þingkosningar eftir sex vikur. Sigurður Ingi ætti að anda að sér heilnæmu sunnlenska sveitaloftinu og taka rétta ákvörðun strax í dag. RÚV er ábyggilega skammt undan með hjóðnemann.


mbl.is Sigmundur með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - óskoraður foringi með 170 atkvæði ef ég les fréttina rétt

Rafn Guðmundsson, 17.9.2016 kl. 13:44

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta er hárrétt ályktað hjá þér, Páll, eins og svo oft áður og pælingar þínar um framboðsmál Framsóknarflokksins honum til heilla eru allrar athygli verðar.

Kristinn Snævar Jónsson, 17.9.2016 kl. 13:47

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég þakka höfundi fyrir að hafa lagt sína hönd á plóg með að koma í veg fyrir að starfsmenn RÚV njóti þeirra mannréttinda að tjá sig á samfélagsmiðlunum,líkt og höfundur fær að gera dag hvern, þá lýsi ég ánægju minni með kjör SDG í forrystusætið. Nú mun Sigurður Ingi taka slaginn við SDG. EF SDG vinnur þá er leið Framsókn á einn veg, niður. Verður auðvelt að stytta flokkinn út með lögbrotum SDG og siðferðisbrotum hans, að mínu mati. Þá munum við hin njóta Framsóknar sem smáflokks, með fylgi innan við 10%. Sem er gott. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.9.2016 kl. 13:58

4 Smámynd: rhansen

Æi Sigfús Ómar  er með RÚV virusinn WINTRIS á harða diskinum  !  ...En nu siglir Framsók aftur áfram ,tek undir orð þin Páll vona að aðrir sjai að ser og sameini krafta en sundri ekki !

rhansen, 17.9.2016 kl. 16:06

5 Smámynd: Agla

Óskorðaður i forustusæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæminu en þar með er kannski ekki gefið að ...........

Hvernig væri að gera SDG að Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum?                Er ekki komin svolítil hefð á að gera óþægilega fyrrverandi ráðherra að sendiherrum og Geir er jú að nálgast eftirlaunaaldur ...           

Agla, 17.9.2016 kl. 16:10

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gleðilegar fréttir öllum frjálsbornum Íslendingum. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2016 kl. 16:21

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

SDG hefur nú brotið aðrar lagagreinar en bara í kringrum Panamahneykslið. Verður bæði ljúft og skylt að fara yfir það í aðdraganda kosninga...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.9.2016 kl. 19:51

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er vissulega sláandi að sjá þennan nánast stalíníska stuðning framsóknarmanna á kjördæmaþinginu.  Forsvarsmenn framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi vilja ,,panamamanninn"!  Vilja hann alveg endilega.

Að það sé álíka gegnumgangandi krafa framsóknarmanna á landsvísu að halda SDG sem formanni, - ég bara trúi því ekki fyrr en ég sé tölurnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2016 kl. 00:38

9 Smámynd: Haukur Árnason

Norðaustur kjördæmið hefur komið mörgu góðu til leiðar í gengum tíðina. Kannski horfa þeir meira til framtíðar, en margur annar.

Haukur Árnason, 18.9.2016 kl. 13:11

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þessi gullvæga færsla var hjá síðuhafa fyrir skemmstu:

"Mikið ofboðslega hlýtur það að vera erfitt líf að sjá samsæri í hverju horni -komast ekki í gegnum daginn án þess að ætla einhverjum að vera hafa rangt við. Hvernig verður maður svona?

Jón Bjarni, 11.9.2016 kl. 11:54"

Ég vil tileinka sérstaklega þeim nöfnum þessa færslu.  Nefnilega Sigfúsi Ómari, Jónasi Ómari og Ómari Bjarka.  (Enkennandi fyrir Ómars-nafnið, að vera í nöp við framsókn)

Auk þess legg ég til að eftirtaldir taki þetta sérstaklega til sín:

Haukur Kristinsson
Magnús Helgi Björgvinsson
og síðast en ekki síst
Jón Bjarni Steinsson

Benedikt V. Warén, 18.9.2016 kl. 22:49

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þakka Benedikt hræsin orð í minn garð.

Samsærissýn mín er ekki sú sama og vera vill láta. Ég tel mig einfaldega sjá flokk, sem stýrt er af vondum leiðtoga, leiðtoga sem mun áframm vinna fyrir hina fáu á kostnað þeirra fleir. Nú hefur þessi flokkur SDG tryggt kostnað skattborgara, skuldara upp á ríflega 40 milljarða næstu 10 ári. Það er þá hátt í fróma stöðuleikaskatt sem fékkst núna í vor.  Takk fyrir alls ekki neitt Framsókn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.9.2016 kl. 12:22

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þú færir mér, óverðskulduðum, þakklti þitt, kæri Sigfús.  Færsla er Jóns Bjarna, en mér fannst hún hins vegar alveg smellpassa.

Þú færist hins vegar ekkert fjær færslu minni, með síðust færslu þinni.

Benedikt V. Warén, 19.9.2016 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband