Viðreisnarforingi mættur - Sjálfstæðisflokkur í vanda

Hér var kl. hálfsex eða svo skrifað að Viðreisn skorti foringja. Varla var bloggið farið út þegar Þorsteinn Víglundsson tilkynnti framboð. Ákvæðablogg er hættuleg iðja.

Þorsteinn er í krafti reynslu sinnar sem talsmaður Samtaka atvinnulífsins foringjaefni í stjórnmálum.

Þorsteinn kallar sjálfan sig hægrikrata en það er fornt pólitískt landamærasvæði milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar/Alþýðuflokks. Undir öllum venjulegum kringumstæðum ætti Þorsteinn að vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ástæðan fyrir vali Þorsteins á Viðreisn gæti verið að í Sjálfstæðisflokknum er fyrir foringi á fleti, Bjarni Ben. Líka er mögulegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé of mikill píratafrjálshyggjuflokkur fyrir smekk Þorsteins eða ekki nógu ESB-sinnaður.

Hitt er víst að framboð Þorsteins fyrir Viðreisn setur Sjálfstæðisflokkinn í verulegan vanda. Sá vandi dýpkar ef Þorsteinsáhrifin verða þau að sæmilega ábyrgir borgaralega sinnaðir frambjóðendur gefa sig fram til Viðreisnar.

Viðreisn ætlar bersýnilega að handvelja frambjóðendur og láta ekki prófkjörslýðræði þvælast fyrir mönnun útgerðarinnar. Með Þorstein í brúnni er eins víst að margir gefi sig fram sem hásetar. Líklega verður Benni bara í landi að panta kostinn.

 


mbl.is Þorsteinn í framboð fyrir Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það endar með því að flokkarnir verða jafnmargir og frambjóðendur til forseta.
 Má ekki kalla að menn geri víðreist í kosningaskrifstofur.  

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2016 kl. 00:05

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þorsteinn kann að tala og passar því vel í hóp froðusnakkanna sem fylla Alþingi. Viðskiptasaga þessa manns er hins vegar ekki til að hrópa húrra fyrir.

Hitt er aftur ljóst að Þorsteinn mun ekki sækja mörg atkvæði fyrir Víðreisn, til hins almenna kjósanda, þó auðvitað muni hann fá stuðning sinna fyrrum yfirmanna.

Það skemmtilega við lýðræðið  er að hvert atkvæði er jafn stórt, hvort sem það er gefið úr hendi íturvaxins atvinnurekanda eða hins almenna launamanns.

Gunnar Heiðarsson, 24.8.2016 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband