Eygló í felum, bíður könnunar

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sagði sig frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og undirbjó valdatöku vinstrimanna með hjásetu í lykilmáli stjórnarinnar.

Eftir hjásetuna er Eygló einangruð og hætt að koma fram í fjölmiðlum, afboðaði m.a. áður bókaða mætingu á Hringbraut. Eygló og stuðningsmenn hennar keyptu spurningu í skoðanakönnun Maskínu til að kanna stuðning almennings við hjásetuna.

Á meðan Eygló bíður niðurstöðu könnunarinnar, sem vitanlega verður ekki birt nema hún sé félagsmálaráðherra hagfelld, skrifar aðalráðgjafi Eyglóar, vinstrimaðurinn Stefán Ólafsson, varnarræðu fyrir hana í Eyjuna.

Stefán segir Eygló standa vaktina með því að grafa undan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Frá sjónarhóli vinstrimanna stendur Eygló sig fjarska vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Páll,mig langar að spyrja þig, er ekki til réttsýni hjá þér, nema hún snerti pólitískt viðhorf þitt? Ég spyr þessa vegna , að virðist ekki skipta þig neinu máli hjá hvaðan vont kemur, svo lengi sem það komi úr réttri átt?

Þannig skrifar þú alla jafna. 

Jónas Ómar Snorrason, 24.8.2016 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband