Rasismi er ónýtt hugtak í mannréttindaumræðu

Rasismi er skilgreindur þannig að maður sé fangi eigin kynþáttar. Hvítir geti ekki skilið svarta og öfugt, svartir ekki hvíta. Þar með útilokar meint skilningsleysi kynþátta að hægt sé að ræða það sem skiptir máli - mannréttindi án tillits til kynþáttar.

Umræðan verður enn meira út í móa þegar menn taka upp á því að ræða trúmál á forsendum rasisma. Trú er valkvæð, kynþáttur ekki. Enginn getur orðið að rasista með því að gagnrýna trú, hvort heldur kristni, múslímatrú eða vantrú.

Vestræn mannréttindi gera ráð fyrir að allir eigi að njóta grunnréttinda án tillits til kynþáttar, trúar, kynhneigðar og pólitískra skoðana. Á þeim grunni er hægt að ræða leiðir til að tryggja öllum mannréttindi. Rasismi er ónýtt hugtak í þeirri umræðu.

 


mbl.is „Rasískt“ að segja svört líf skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Nei, rasismi er ekki skilgreindur þannig Páll

the belief that all members of each race possess characteristics or abilities specific to that race, especially so as to distinguish it as inferior or superior to another race or races.

    prejudice, discrimination, or antagonism directed against someone of a different race based on the belief that one's own race is superior.

    Jón Bjarni, 11.7.2016 kl. 12:35

    2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

    Þú nefnir eina skilgreiningu, Jón Bjarni, líklega orðabókarskilgreiningu. Ég vísa í orð Michael Eric Dyson sem kennir félagsfræði við Georgetown-háskólann og birti grein í New York Times, sem ég hygg að endurspegli betur en þín skilgreining hvernig hugtakið rasismi er notað í umræðunni. Rudy Giuli­ani var einnig að bregðast við sömu skilgreiningu  í gagnrýni sinni á hugtakinu.

    Páll Vilhjálmsson, 11.7.2016 kl. 14:18

    3 Smámynd: Jón Bjarni

    Þú meinar þá að rasismi sé ekki það sem er þarna í þessar hefðbundnu skýringu?

    Jón Bjarni, 11.7.2016 kl. 15:04

    4 Smámynd: Jón Bjarni

    Var það þá ekki rasismi sem var meginástæða aðskilnaðar svartra og hvítra í Bandaríkjunum?  

    Jón Bjarni, 11.7.2016 kl. 15:05

    5 Smámynd: Jón Bjarni

    Segðu mér Páll.. væri það rasismi að berjast fyrir því að þeldökkum Bandaríkjamönnum yrði ekki hleypt til Íslands vegna vandræða þeim tengdum í Bandaríkjunum - eins og hárri glæpatíðni?

    Jón Bjarni, 11.7.2016 kl. 15:44

    6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Er það ekki skerðing á mannréttindum þ.e. tjáningarfrelsi að geta ekki tjáð sig á venjulegan hátt. Við vitum öll að Rasismi virkar bara þegar við erum að tala illa um múslíma en ekki ef þeir tala illa um Kristna. Orðabókin virðist ekkert skilgreina rasisma öðruvísi en að þetta sé kynþáttahyggja og það hlýtur að mega tala um mál og hafa skoðun á hinum ýmsu kynstofnum án þess að vera settur í fangelsi fyrir það.

    Valdimar Samúelsson, 11.7.2016 kl. 16:38

    7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

    Það sem þú segir rasisma í hefðbundinni skilgreiningu, Jón Bjarni, er að trúa á yfirburði eins kynþáttar umfram aðra. Ég held ekki að slík hugsun sé jafn útbreidd og sumir vilja vera láta. Ef þeldökkir Bandaríkjamenn myndu óska eftir landvist á Íslandi ætti að taka við þeim á sömu forsendum og hvítum Bandaríkjamönnum, að mínu áliti.

    Páll Vilhjálmsson, 11.7.2016 kl. 16:40

    8 Smámynd: Jón Bjarni

    Rasimi snýst ekki um það að tala illa um fólk Valdimar.  Þessi lýsing er ágæt.. 

    kynþáttahatur er sú hugmynd að kynþættir mannkyns séu eðlisólíkir og eru þá sumir kynþættir taldir öðrum æðri. Vísindaleg kynþáttahyggja er söguleg undirrót rasisma en hann birtist oftast sem kynþáttahatur eða kynþáttafordómar og getur leitt til mismununar á grundvelli kynþáttar. Greinarmunur er gerður á kynþáttahatri og útlendingaótta þótt hvort tveggja geti farið saman en útlendingaótti er andúð eða styggð gagnvart útlendingum eða framandi menningu, án kerfislegrar hugmyndafræði. Í daglegu tali er orðið rasismi notað um hverskyns mismunun gagnvart útlendingum, byggða á arfbundnum, útlitslegum, menningarlegum..

    Ég held t.d. að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá t.d. múslima á Íslandi sé útlendingaótti (xenophobia) frekar en pjúra rasismi - þó að stundum sé hægt að greina slíkt inn á milli.

    Þeir sem telja að í tjáningarfrelsinu felist einhver heilagur réttur til þess að réttlæta þá skoðun sína að við eigum að mismuna fólki sem við þekkjum ekki persónlega vegna kynþáttar, trúar eða uppruna eru þannig að miskilja tjáningarfrelsið. Slík mismunun er nefnilega bönnuð í stjórnarskrá okkar, sem og í mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á Íslandi. 

    Og það er rétt hjá þér, auðvitað eiga umsóknir Bandaríkjamanna um landvist á íslandi að spá í því hvernig viðkomandi er á litinn. Ekkert frekar en það á að skipta máli hverrar trúar viðkomandi er

    Jón Bjarni, 11.7.2016 kl. 16:54

    9 Smámynd: Jón Bjarni

    Þarna vantar inn að auðvitað á EKKI að spá í húðlit þeirra Bandaríkjamanna sem hér sækja um landvist

    Jón Bjarni, 11.7.2016 kl. 16:57

    10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Ég held að það þurfi meiri nákvæmni í þessa umræðu: Rasismi í hefðbundnum skilningi er vissulega sú afstaða að einn kynþáttur sé öðrum æðri.

    Einnig er það kallað rasismi þegar menn taka afstöðu með eigin kynþætti gagnvart öðrum, án þess endilega að þar búi að baki sannfæring um yfirburði hans.

    Orðið er hins vegar líka stundum notað um þá afstöðu að menn séu fangar eigin kynþáttar, kynþátturinn móti þannig reynsluheim manna. Þetta er það sem Páll vísar hér til. Ýmsir hópar hafa tileinkað sér þessa afstöðu. Þessi afstaða felur yfirleitt í sér að aðrir en þeir sem tilheyra viðkomandi minnihlutahópi, hvort sem það eru svartir, konur, samkynhneigðir eða aðrir, geti ekki tekið þátt í umræðu um málefni þeirra vegna þess að þeir tilheyri ekki réttum reynsluheimi.

    Þessi afstaða er jafnvel enn hættulegri en hinn klassíski rasismi því hún hvetur til grundvallarklofnings í samfélaginu og hafnar sameiginlegum umræðugrundvelli, en hann er nú einu sinni líka grundvöllur þess opna samfélags sem flest okkar vilja byggja.

    Þorsteinn Siglaugsson, 11.7.2016 kl. 20:50

    11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Að öðru; ég man þá tíð að deilt var á íslandi um lo.þeldökkur. Sumir töldu orðið ekki standast um húð manna,því þel er heiti á ull kinda,sbr.tog/þel.En það er orðið fast í málinu og engan hef ég séð finna neitt að því í dag.     

    Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2016 kl. 05:04

    12 Smámynd: Skeggi Skaftason

    Páll svarar ekki meginspurningu Jóns Bjarna.

    Var það ekki dæmi um rasisma þegar Íslendingar fóru fram á það að svartir hermenn kæmu ekki til starfa í varnarliðinu?

    Hvernig gagnast tal um að svartir séu "fangar í eigin líkama" í umræðu um t.d. rasisma á Íslandi?

    Skeggi Skaftason, 12.7.2016 kl. 07:37

    13 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Það er ekkert að því að vilja standa vörð um hvíta kynstofninn og það er vel hægt að gera það án þess að beita aðra kynstofna ofbeldi eða hreyta í þá ónotum.

    ÍSLENSKA ÞJÓÐIN  hefur alltaf  valmöguleika um það hverja það velur sér sem vini, hvaða fólk það ræður í vinnu eða veitir íslenskan ríkisborgararétt.

    Jón Þórhallsson, 12.7.2016 kl. 08:39

    14 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Það er lika sitthvort hvort að um sé að ræða litaða ferðamenn sem að koma og fara og skilja eftir gjaldeyri hér á lani eða hvort að það ætli að koma hingað 1000 asíubúar til að setjast hér að til framtíðar og ætli að  kaupa  hér upp lönd og fyrirtæki.

    Jón Þórhallsson, 12.7.2016 kl. 08:49

    15 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

    Íslendingar vildu ekki blökkumenn í herliði Bandaríkjamanna á Íslandi og spurt er hvort það hafi verið rasismi. Nei, varla í sígildum skilningi rasisma er kvaður á um meinta yfirburði kynþáttar. Íslendingar bjuggu ekki að neinum samanburði við aðra kynþætti og gátu því ekki alið með sér rasisma.

    Eflaust hafa einhverjir Íslendingar verið sannfærðir um yfirbuði hvíta kynstofnsins um miðja síðustu öld án þess að hafa nokkru sinni séð blökkumann. Alveg eins og sumir ala með sér gyðingaandúð án þess að hafa átt í nokkrum samskiptum við gyðinga. Hvorttveggja mætti flokka undir fordóma en varla rasisma og gyðingahatur.

    En uppspretta rasisma og gyðingahaturs er fordómar og kannski mætti kalla svertingjabannið forstigsrasisma.

    Við ættum að hafa í huga í þessari umræðu að hugsunin um algild mannréttindi er fremur ný af nálinni. Hún kemur fram í upplýsingunni á 18. öld, brýst fram í bandarísku og frönsku byltingunni laust fyrir 1800 og þá í takmörkuðu formi. Þrælahald var ekki afnumið í Bandaríkjunum fyrr  en um miðja 19. öld og um sama tíma aflétti Rússakeisari bændaánauð, sem var eitt form þrælahalds. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kemur fram hundrað árum seinna, sem er þó ekki viðurkenndari en svo að múslímaríki skrifa ekki upp á hana.

    Það er á forsendum algildra mannréttinda sem við ættum að berjast gegn mismunun. Hugtakið rasismi, eins og það er skilið í dag, þ.e. að maður geti ekki hugsað út fyrir eigin kynþátt, torveldar framgang algildra mannréttinda.

    Enn önnur umræða er hvort við, sem Íslendingar, viljum að hópur fólks, hvort heldur Kínverjar, Arabar, Danir, Bretar, eða múslímar, búddistar eða aðrir slíkir söfnuðir komi og setji upp nýlendu hér á landi og vilja nnleiði siði og háttu okkur framandi. Við hljótum að gera kröfu um að þeir sem hingað koma aðlagi sig að okkar menningu þótt þeir haldi kannskí í einhverja sérvisku. T.d. eins og Íslendingar á Norðurlöndum sem blóta þorra en eru að öðru leyti eins og heimamenn.

    Páll Vilhjálmsson, 12.7.2016 kl. 10:06

    16 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

    Hafandi iðka í 30 ár búddisma sem styðst við kenningar Lótus Sutrunar, langar mig að benda á að hve mikil áhersla er lögð á að vinna að velferð þjóðfélagsins og virða menningu, siði og lög landsins sem við búum í.  Stuðla að mannúðarsjónarmiðum í menningu og menntun. Leita lausna á fátækt, kúgun og hafna stríðsrekstri. www.sgi.org

     

    Anna Björg Hjartardóttir, 12.7.2016 kl. 11:32

    17 Smámynd: Jón Ragnarsson

    Þetta er eitthvað sem rasisti myndi segja... 

    Jón Ragnarsson, 12.7.2016 kl. 22:11

    18 Smámynd: Skeggi Skaftason

    Páll,

    takk fyrir svarið. Ég er þér hins vegar ósammála.  AF HVERJU vildu Íslendingar ekki blökkumenn í varnarliðinu?  Væntanlega af því þeir höfðu eitthvað á móti þeirra kynþætti. Jú vissulega voru þetta bullandi fordómar- "við viljum ekki svertingja til Íslands af því við erum fyrirfram búin að móta okkar neikvæða skoðun á þeimm án þess að hafa þó nokkurn tímann haft nein kynni af þeim" - en ég vil meina að þegar fordómar brjótast svo ljóslifandi út með þessum hætti er það auðvitað ekkert annað en rasismi.

    Skeggi Skaftason, 12.7.2016 kl. 22:50

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband