Ættfærsla peninganna - pólitískar afleiðingar

Til skamms tíma voru nótulaus viðskipti helsta form skattsvika hér á landi. Af umfangi Íslendinga í Panama-skjölunum að dæma eru nótulaus viðskipti barnahjal í samanburði við stórkostlega fjármuni sem fólk mælt á íslenska tungu geymir í aflandi.

Pólitískar afleiðingar af uppljóstrunum Panama-skjalanna er þegar orðnar all nokkrar. Í valnum liggja forseti, forsætisráðherra, borgarfulltrúi, framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks og trymbillinn sem var gjaldkeri Samfylkingar.

Horft fram á veginn verður erfiðara fyrir fólk með mikla peninga í kringum sig að sækjast eftir pólitískum áhrifastöðum. Það fólk verður grunað um óheilindi, þótt ,,sökin" sé ein að eiga rúm fjárráð.

 


mbl.is 400 leitir á sekúndu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er það satt sem fjármálaráðherra sagði í viðtali á sunnudaginn, að Alþingi hafi sett ákvæði inn í skattalög um hversu fara bæri með eignir í aflandsfélögum? Þ. e. hvernig gerði yrði grein fyrir þeim á skattaframtali. 

Ærið eru þeir þingmenn þá minnislausir sem býsnast yfir því að nokkur maður finnist á landinu sem starfar eftir þessum ákvæðum! 

Flosi Kristjánsson, 10.5.2016 kl. 14:25

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eitt af útfyllanlegum eyðublöðum sem RSK býður uppá er "Umsókn um kennitölu fyrir CFC félag" þ.e. aflandsfélag.  Auk þess auðvitað að í framhaldi af því er hægt að skila skattframtal rafrænt fyrir slíkt félag.

Kolbrún Hilmars, 10.5.2016 kl. 15:01

3 Smámynd: Elle_

Já hví er verið að ráðast á fólk fyrir að 'vera í Panamaskjölunum'?  Hvar er hinn mikli glæpur?  Forseti Panama sagði sjálfur opinberlega að Panama væri bara ekkert skattaskjól.  Og af hverju hætti Sigmundur? 

Elle_, 10.5.2016 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband