ESB-ofstækið felldi Árna Pál

Árni Páll Árnason las ekki skriftina á veggnum eftir kosningarnar 2013. Þar stóð skýrum stöfum hverjum sem vildi lesa að ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 var myllusteinn um háls flokksins.

Í stað þess að gera upp við mistökin frá 2009 hélt Árni Páll dauðahaldi í myllusteininn og sökk með flokknum niður í eins stafs fylgi.

Samfylkingin varð að sértrúarsöfnuði vegna þess að forysta flokksins hélt hún vissi betur en allir aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi - sem telja hagsmunum strandríkja betur borgið utan ESB en innan sambandsins.


mbl.is Árni Páll hættur við framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Sammála !

Hann bara skildi þetta ekki.

Birgir Örn Guðjónsson, 6.5.2016 kl. 18:11

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Arni var nú aldrei með neitt ESB ofstæki frekar en aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. Hann vildi bara sjá hvað okkur stæði til boða varðandi inngöngu í ESB enda veit hann eins og allir sem virkilega til þekkja að það mun að öllum líkindum bæta verulega lífskjör almenninga á Ísladni ef Ísland gengur í ESB auk fjölmargara annarra kosta en mjög fárra og smárra ókosta við aðild.

Sigurður M Grétarsson, 6.5.2016 kl. 20:00

3 Smámynd: Elle_

Flokkurinn sjálfur er vandamálið. Það eru byltingarstjórnmál hans (Birgitta passar vel í flokkinn) og skiptir engu hver væri formaður þarna.

Elle_, 6.5.2016 kl. 21:38

4 Smámynd: Elle_

Nei, Sigurður minn.  Það væri fall landsins og fullveldisins að fara inn í þetta veldi og það er langt í frá dýrðin sem þú lýsir.

Elle_, 6.5.2016 kl. 21:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var bara aldrei nein spurning um hvað stæði til boða hefðu menn bara lesið þessa skýrslu frá ESB, þar stóð skýrum stöfum að þetta væri í raun og veru ekki samningar heldur þyrfti að samþykkja alla kafla sem komu frá ESB.  Og þegar ljóst var að íslendingar myndu aldrei samþykkja að umráð yfir sjávarauðlindinn yrði færð til Brussel var sjálfhætt.  Þeir þorðu ekki einu sinni að opna sjávarútvegskaflann.  Það kom marg oft í ljós að það yrði engar varanlegar undanþágur fyrir íslendinga í sjávarútvegsmálum.  Þetta gerði Össur sér grein fyrir, og þess vegna var þetta sjálfhætt, þó annað væri sagt ástæðan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2016 kl. 23:03

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki er ég nú sammála þinni skoðun páll - í versta falli verður Árna mynnst sem píslavætti eftir hans baráttu um að skoða ESB fyrir okkur íslendinga 

Rafn Guðmundsson, 6.5.2016 kl. 23:59

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 O jæja þar kom líka til að Esb.sem fylgdist með öllum hreyfingum ríkistjórnar íslands vissi vel að kaflann þyrfti ekki að opna meðan Stjórnarskrá okkar væri óbreytt,hvað sem undanþágum liði. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2016 kl. 00:18

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Raunveruleg ástæða fyrir því að málið strandaði var skýrsla Feneyjanefndarinnar um drög stjórnlagaráðs. Þau fengu falleinkun, sérlega fyrir of marga fyrirvara á framsali ríkisvalds.

þar með var ekki hægt að halda áfram viðræðum, því ekki mátti opna kafla er vörðuðu framsal. Rýniskýrslan um sjávarútveg m.a. Fékkst aldrei birt og hvílir enn leynd yfir henni þótt þetta ferli ætti að heita upplýst og opinbert. Sennilega ekki síst að vilja Össurar. Þar hefði ásteitingarsteinninn orðið ljós.

Menn mega ekki gleyma að stjórnarskrármálið á sér uppruna í ákvörðun um að ganga í sambandið með hraði. Engin önnur ástæða. Skilyrði framsóknar um stuðning við braðabirgðastjörnina 2009 voru að stofnað yrði stjórnlagaþing. Það fokkaði öllu upp. Það átti að breyta henni með valdi og aflæsa fyrirvara um tveggja þinga samþykki. Annaðhvort með því að láta kjósa um breytinguna í þjöðaratkvæðum eða senda þingið heim og kjósa aftur til að snuða þennan öryggisventil.

Hér er skýrsla feneyjanefndarinnar sem stöðvaði bæði malin samdægurs 2013.

http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2016 kl. 00:20

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er frétt frá janúar 2009, sem ætti að rifja upp hvað var í gangi.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

skömmu áður hafði feneyjanefndin fengið beiðni um ráðleggingar til að aflæsa stjórnarskránni með valdi. 2010 svaraði hún erindinu og skýrði í löngu máli að ætlunarverk bráðabirgðarstjórnarinnar væru fáheyrt svínarí.

Hér er það álit.

http://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-AD(2010)001-e

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2016 kl. 00:25

10 Smámynd: Elle_

Rafn hann var ekki að skoða neitt "fyrir okkur Íslendinga".  Hann var að skoða fyrir spillta flokkinn sinn og sig sjálfan.

Elle_, 7.5.2016 kl. 00:48

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Elle þetta er nú meira bullið í þér. Sýnist að þú standir nú með flokkum sem gáfu bestu vinum sínum sitthvorn bankan, fiskinn i sjónum og í raun allt sem þeir óska sér. Svo væri gaman að vita hvað innganga í ESB hefði átt að gera fyrir Samfylkinguna sjálfa? Heldur þú virkilega að Samfylkingarmenn gangi allir með draum um að komast til starfa hjá ESB? Og hvað ættu þeir að græða á því?

Held að fylgendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ættu að tala sem minnst um spillingu fyrr en þeir eru búnir að taka til í sínum flokkum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.5.2016 kl. 10:39

12 Smámynd: Elle_

Magnús, ég stend ekki með neinum flokkum þó þinn flokkur sé ofstækisflokkur.  Hinsvegar vil alls ekki að núverandi ríkisstjórn hætti fyrr en í apríl.  Og á meðan verður flokkurinn þinn vonandi hættur í stjórnmálum og Píratar á mikilli niðurleið.

Elle_, 7.5.2016 kl. 10:50

13 Smámynd: Aztec

Í viðtalinu við ISG sem Jón Steinar vísar til, segir hún:

„Það þýðir að þjóðin getur ákveðið að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum á næsta kjörtímabili ef hún svo kýs án þess að boðað sé til kosninga í millitíðinni."

Engin þjóð getur deilt fullveldi sínu með öðrum þjóðum. Það er merkingarlaust þvaður. Annað hvort er þjóð 100% fullvalda eða alls ekki. Það er ekkert millistig. Aðild að ESB þýðir algjör endalok fullveldis.

Aztec, 8.5.2016 kl. 01:44

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu Aztec, þess vegna hrundi Samfylkingin, enginn treystir flokki sem hefur það að aðalstefnumáli sínu að framselja fullveldi þjóðarinnar til annara eininga eða þjóða.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2016 kl. 10:21

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru nú orðnar ansi reyttar mýturnar um að við ESB aðild missum við fullveldi okkar eða fiskveiðiauiðlindir. Það hefur aldrei nokkur ESB þjóð misst fullveldi eða nokkrar auðlindir við það að ganga í ESB og það hefur aldrei staðið til að taka fullveldi eða auðlindir af ESB þjóðum.

Það að gera bindiandi samninga við nágrannaíki sín á grunvelli samstarfsvettvangs eins og ESB sem menn geta sagt sig frá hvenær sem er getur ekki á nokkurn hátt flokkast undir afsal á fullveldi.

Hvað sjávarauðlindina varðar þá mun í mesta lagi vera ákveðin heildarafli og friðunaraðgerðir á vettvandi ESB en við Íslendingar halda öllum okkar kvótum og hafa fullt valdi um það hverjum við veitum þá kvóta og hvaða skulyrði þeir þurfi að uppfylla þar með talið löndun til vinnslu á Íslandi. En í drögum að breyttri sjávarútvegsstefnu hjá ESB þá munu völd um hámarksafla fiskitengunda sem aðeins ein þjóð á kvóta í færast yfir til viðkomandi þjóðar. Það á við um alla okkar staðbundnu fiskistofna.

Það er því ekkert sem við höfum að óttast við það að ganga í ESB og það mun að öllum líkindum bæta lífskjör þjóðarinnar að taka það gæfuspor.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2016 kl. 12:52

16 Smámynd: Aztec

Sigurður M., það vita allir, að þú ert flokksbundinn í Samfylkingunni og ert einn ötulasti útbreiðari lygaáróðurs þíns flokks. Þú ert alveg jafn slæmur og embættismaðurinn sem kallaði sig "Ásmund" og laug öllu á Moggablogginu, bæði í sambandi við IceSave og ESB. Ég veit ekki hvort þú túir þessu bulli í sjálfum þér eða hvort það sé bara fylgispeki við Össur, sem þráir ekkert heitara en bitling í Brussel.

Staðreynd nr. 1: Við aðild að ESB færist öll yfirstjórn fiskveiða á Íslandsmiðum til Brussel. ESB-stofnanir munu þar eftir ráða hverjir þurrausa íslenzku fiskimiðin milli 12 og 200 mílna án aðkomu íslenzkra yfirvalda, og það fer ekkert eftir þjóðerni fiskiflotanna. Sem þýðir að allar fiskveiðiþjóðir sambandsins geta veitt á Íslandsmiðum. Ástæðan fyrir því að öll fiskimið aðildarríkja ESB eru þurrausin en fiskimiðin við Ísland, Færeyjar og Noreg eru rík af fiski er að þessi þrjú lönd eiga ekki aðild að ESB.

Staðreynd nr. 2: Aðildarríki ESB eru engan veginn fullvalda, í skilningnum að mega ráða sínum eigin málum. Ríkisstjórnin í Danmörku má t.d. ekki leggja fram fjárlagafrumvarp sem er ekki framkvæmdastjórn ESB þóknanleg. Ríkisstyrkir eru bannaðir meðal aðildarlandanna, því að allir styrkir verða að fara gegnum gjörspillta styrkjakerfi sambandsins. Aðildarríkin hafa ekkert um það að segja hvaða þjóðir veiða innan lögsögu þeirra, því að þetta er allt orðið fiskveiðilögsaga ESB. Ef þú kallar þetta að vera fullvalda, þá ættir þú að líta í orðabók. (Og ég vil benda þér á að Íslendingar urðu ekki fullvalda þjóð fyrr en 1944, því að milli 1918 - 1944 höfðu þeir aðeins heimastjórn).

Öll aðildarríki verða að hlýða fyrirskipunum framkvæmdastjónarinnar, meðan Íslendingar hafa aðeins þurft að innleiða lítinn hluta af reglum sambandsins vegna EES-aðildarinnar. Íslendingar ráða í dag sínum innanríkis- og utanríkismálum, aðildarríki ESB geta ekki einu sinni gert viðskiptasamning við önnur ríki og stofnanir ESB skipta sér af öllum innanríkismálum þeirra. Þrátt fyrir að þurfa að hlýða þessu erlenda yfirvaldi, ESB hafa minni ríki, t.a.m. Danmörk, nákvæmlega engin áhrif innan þess. Danskar ríkisstjórnir og Folketinget hafa hvað eftir annað kvartað undan því að é hvert skipti sem Danir hafa komið með tillögur um betrumbætur, þá valta Þjóðverjar með hroka og frekju yfir Danina eins og Þjóðverjar eru vanir að gera. Og ekki segja að það sér ekki rétt, því að þú veizt ekkert um það. Ég bjó þar áratugum saman en þú ert heimaalinn.

Sigurður, ég er viss um að þú hafir ekki einu sinni kynnt þér hvernig sambandið virkar. Og að eina leitarvélin sem þú notar varðandi ESB er fyrirspurn í tölvupósti til Árna Páls eða Össurar. Ég veit að þú ert ungur að árun, áhrifagjarn og blautur bak við eyrun, svo að ég fyrirgef þér fáfræðina. Svo að ég ætla að hjálpa þér. Farðu inn á þessa slóð og byrjaðu að lesa:

http://europa.eu/index_en.htm

Góðar stundir.

Aztec, 10.5.2016 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband