Óreiðufólkið segir skilið við samfélagið

Stjórnarskráin kveður á um ,,friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu." Óreiðufólkið sem undanfarið gerir hávaða á Austurvelli hyggst efna til mótmæla við heimili fjármálaráðherra. Í anda hryðjuverkasamtaka hótar óreiðufólkið aðför að heimilum annarra ráðherra. Samkvæmt Eyjunni

Kröfurnar eru þær að ríkisstjórnin segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Þá verði sett dagsetning á kosningar, ekki síðar en 10. september. Verði ríkisstjórnin ekki við þessum körfum verði mótmælt við heimili Bjarna klukkan 19 þann 1. maí næstkomandi.

Liðsmenn óreiðufólksins eru klofnir í afstöðunni til mótmælanna. Meðal þeirra sem andæfa þeim eru formaður Samfylkingar og Guðmundur Andri Thorsson. Aðrir taka undir.

Óreiðufólkið er ekki einn heilsteyptur hópur manna. Trúlega köstuðu hvorki Árni Páll né Guðmundur Andri eggjum á alþingishúsið fyrr í mánuðinum, þegar mótmælahrinan hófst. En eins og jafnan í pólitískri upplausn ráða þeir ferðinni sem ,,er mest vilja í gegn gangast", svo notað sé orðfæri Þorgeirs Ljósvetningagoða fyrir þúsund árum.

Aðför að heimilum fólks er aðför að samfélagi okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fámennt áAusturvelli í dag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2016 kl. 16:31

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ERU ALLIR ; ÓREIÐUFÓLK- SEM Á EKKI PENINGA ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.4.2016 kl. 18:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Formaður Samfylkingar og Guðmundur Andri Thorsson andæfa, "aðrir taka undir."

Hverjir eru þessir "aðrir"? Ekki ég eða nær allir þeir sem hafa fjallað um þetta.

Ómar Ragnarsson, 23.4.2016 kl. 20:33

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Óreiðufólkið er fólkið sem hafði ekki vit á því að setja peningana sína í skattaskjól, ég og fleiri. Annað með Jón Ásgeir og hina sniðugu kallana og kellingarnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.4.2016 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Spurning til höfundar(menntaður í siðfræðum og fleiru):skrifaðir þú svipaða ádrepu þegar môtmælt var fyrir utan ( ekki inn á einkalóð) hjá fyrrverandi Borgarstjóra, þ.e. Steinunni Valdisi? 

Að öðru, flott hjá þér,í samfloti við pólitískt kjörinn fulltrúa flokks þíns, að ná að koma i veg fyrir tjáningafrelsi starfsmanna RÚV. Það geta ekki allir blaðamenn, menntaðir í heimspeki.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.4.2016 kl. 00:45

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvaða hryðjuverkasamtaka  ertu að tala um?

Rafn Guðmundsson, 24.4.2016 kl. 01:17

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það hefð fyrir fáum svörum hér,sem fyrr. Bara eintómar fullyrðingar og skoðanir....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.4.2016 kl. 02:20

8 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Hvar eru "rannsóknarblaðamenn Íslands þegar þörf er á þeim?  Það er talað um að "grasrótarhópurinn Beinar aðgerðir" standi fyrir þessari ósmekklegu aðför að fjölskyldu og nágrönnum Bjarna Benediktssonar.  Hverjir standa að þessum hópi?  Hverjir standa svo bakvið þá sem standa að þessum hópi?  Það er óþolandi að nafnlausir ræflar standi fyrir ólátum og hvetji til "ofbeldis" með hávaða og hótunum.  Þetta er ekki fyrsti "hópurinn" þetta gerir á Facebook og ef þetta verður látið óátalið, ekki sá síðasti.  Rannsóknarblaðamenn EIGA að afhjúpa þessa hópa til að í ljós komi hvaða hagsmunir eru að baki, til dæmis hvort hugsast geti að einhver/einhverjir alþingismenn eða aðrir í pólitíkinni séu þarna að baki.  Í þessu á allt að vera uppi á borðum, svona rétt eins og krafist er í öðrum málum.  Að öðrum kosti verður að reikna með að einhverjar myrkar hvatir liggi að baki...

Högni Elfar Gylfason, 24.4.2016 kl. 12:24

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Högni, þú hlýtur að sjá það að það er ekki til neitt á þessu landi sem gæti kallast rannsóknarblaðamennska, það er ekki hægt að treysta einu orði sem kemur frá fjölmiðlum þessa lands, þeir eru algerlega rúnir trausti og myndi ég segja að RÚV tróni þar afgerandi á toppnum.. fjölmiðlar þessa lands gera meira af því að búa til fréttir með lygum og múgæsingu, frekar en að flytja þær.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.4.2016 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband