Katrín: vinstriflokkar þurfa leiðsögn grasrótarinnar

Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, biður um leiðsögn grasrótarinnar við að endurhanna vinstriflokkana. Síðasta endurhönnun vinstrimanna var gerð fyrir 15 árum, þegar Vinstri grænir og Samfylking urðu til.

Játning Katrínar kemur í kjölfar viðurkenningar formannsefnis Samfylkingar um að vinstriflokkarnir verði að snúa baki við óheiðarlegum stjórnmálum.

Hreinskilni Katrínar er virðingarverð. Hún viðurkennir að forystufólk vinstriflokkanna viti ekki hvað kjósendur vilja. Síðast þegar kjósendur voru spurði vildu 10,9 prósent Vinstri græna en 12,9 prósent Samfylkinguna.

Katrínu verður ekki að ósk sinni. Grasrótin er ekki í stakk búin að veita leiðsögn. Á tímum samfélagsmiðla er hægt að kalla fólk til funda, bæði á Austurvelli og Iðnó, en þeir fundir auglýsa i mesta lagi hvað fólk vill ekki.

Það er ekki hægt að búa til ný framboð með mótmælum. Ný framboð verða að byggja á pólitískri greiningu um hvaða úrbóta sé þörf annars vegar og hins vegar sannfærandi stefnu um hvernig skuli haga landsstjórninni.

Grasrótin kann að mótmæla en er ófær um að móta pólitíska stefnu. Til þess eru stjórnmálaflokkar, sem eru á framfæri almennings, - sem er ekki aðeins grasrótin heldur allt túnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð og semmtileg já afbragðs sunnudagsgrein. Rétt fyrir hrun var ekki að sjá að vinstri flokkarnir væru nokkuð nálægt því að vinna saman,svo oft sáust(hér) hnútuköstin þeirra í milli. Katrín biðlar nú auðmjúk til fólksins út á túni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2016 kl. 14:06

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fremur ólýðræðisleg hugvekja á Sunnudegi.

Wilhelm Emilsson, 17.4.2016 kl. 16:59

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Langaði bara við þetta tækifæri að óska þér til hamingju með árangurinn, að ná nú að loka á málfrelsi starfsmanna RÚV. Þetta er að koma allt hjá þér, halda okkur í gamla tímanum, gera RÚV sem undirdeild núverandi og fráfarandi stjórnvalda,þannig þar verið ekki neitt sagt nema þú hafir blessað það, ásamt öðrum útskýrendum. Auðvitað átt þú að stýra því sem sagt er á RÚV, enda hámenntaður blaðamaðurinn, siðfræðingurinn og heimspekispegúlantinn. Innilega til lukku með þetta Páll.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.4.2016 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband