Grínast með að Óttarr hugsi

Þrír fjölmiðlar, EyjanRÚV og núna mbl.is birta allir frétt um að Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hugsi.

Þótt Björt framtíð sé horfin af þingi samkvæmt könnunum er ekki ýkja fallegt að gera að fréttaefni að Óttarr hugsi.

Óttarr hugsar ábyggilega oftar en svo að það ætti að vera fréttaefni.


mbl.is Er hugsi yfir forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að "vera hugsi" er ekki það sama og "að hugsa."

Ómar Ragnarsson, 25.3.2016 kl. 15:22

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Getur maður verið hugsi án þess að hugsa?

Páll Vilhjálmsson, 25.3.2016 kl. 15:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei. Maður getur heldur ekki "haft áhyggjur af einhverju" án þess að hugsa, en að "vera hugsi" út af einhverju hefur yfir sér allt annan blæ en að vera að hugsa um eitthvað.

Að vera hugsi út af einhverju er í ætt við að hafa áhyggjur út af því. Ég er til dæmis hugsi yfir því að sjá engan mun á því að vera hugsi yfir einhverju eða að hugsa um eitthvað.  

Blæbrigði orðmyndarinnar "hug" eru afar margvísleg.

Það er huglægt að vera hugulsamur, hugsjúkur, hugumstór, huglaus, hugsjónamaður, hugsuður eða hugvitssamur.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2016 kl. 22:01

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll Vilhjálmsson skilur auðvitað ekki hvað er að vera hugsi. Hann er aldrei hugsi því hann býr í svarthvítum heimi og tekur afstöðu til mála á augabragði, yfirleitt á mjög fyrirsjáanlegan hátt, án þess að þurfa að vera hugsi.

Skeggi Skaftason, 25.3.2016 kl. 23:54

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú áhyggjufullur og jafnvel hugsi yfir því að Ómar skuli vera búinn að missa húmorinn og farinn að leggja fyrir sig orðsyfjar um orð sem hafa ekkert að gera með það að vera hugsi. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2016 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband