Vinstrasvekkelsi út í 365-miðla

Egill Helgason og Ólína Þorvarðardóttir auglýsa svekkelsi vinstrimanna með val Fréttablaðsins/365-miðla á viðskiptum ársins og verðlaunum til leiðtoga ríkisstjórnarinnar, Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben.

Björn Bjarnason rifjar upp að vinstrimenn töldu sig eiga hauka í horni þar sem Baugsútgáfan var. Fjölmiðlapólitískt bandalag Baugsmiðla og Samfylkingar var ein skýringin á kosningasigri flokksins 2007. ,,Baugsstjórnin" var nafn sem framsóknarmenn kölluðu samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks - sem síðar fékk viðurnefnið ,,hrunstjórnin." 

Jón Ásgeir stýrir Baugsmiðlum í þágu viðskiptahagsmuna sinna. Vinstrimenn líta svo á að með verðlaun til forsætis- og fjármálaráðherra sé lokið skjallbandalagi Baugsmiðla og vinstriflokkanna, einkum Samfylkingar. RÚV er þá eini öryggi fjölmiðill vinstrimanna. Það má svekkja sig af minna tilefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrir hvað fékk Kristín 50 millur frá Össuri? Það var aldrei sannreynt hvað var í gámnum. Og hvort er JÁJ að slíta tengslin við Samfylkinguna eða Ólína og Egill að skamma Albaníu?  Hvorugu getur verið alvara að kalla Fréttablaðið alvöru fjölmiðil. Að kalla 365 Miðla fjölmiðlaveldi er líka orðum aukið. Til þess að fjölmiðill sé marktækur þarf hann að njóta trausts.  Það traust hvarf þegar Jón Ásgeir og Rauðsól eignuðust þetta fyrirtæki sem gefur út auglýsingapésann "fréttablaðið"

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.12.2015 kl. 17:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi verðlaunaafhending er spæling ársins fyrir vinstra liðið sem hélt það ætti Fréttablaðið með húð og hári. cool

Ragnhildur Kolka, 31.12.2015 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband