Sanngjörn laun bankastjóra, vanþroska umræða

Meðallaun á Íslandi eru á milli 500 og 600 þús. á mánuði. Við erum hátekjuland í alþjóðlegum samanburði. Það hljómar ekkert út úr korti að bankastjóri ríkisbanka sé með ferföld meðallaun.

Umræðan um hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans sýnir að launaumræðan hér á landi er vanþroska.

ASí og verkalýðshreyfing almennt ætti fyrir löngu að efna til umræðu um sanngjörn laun og launabil ólíkra starfa. Miðað við fyrirferð launadeilna og kjarasamninga í þjóðfélagsumræðunni er óskiljanlegt að launahlutföll starfa skuli ekki fá athygli.


mbl.is Laun bankastjóra hækka um 41%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Launaumræða bar stundum á góma í heimahúsum hjá minni kynslóð,sjálfsagt misþroskuð. Minnisstæðust er mér uppmæling trésmíðaféagsins að loknu verkefni húsasmiða ákveðinna verka. Það virtist skipta máli hverjir af uppmælingamönnum tóku verkið út.Ekki veit ég hvort þessi háttur er svona enn þá,en hallir rísa hér allt um kring með ógnarhraða og nú eru frost ekki að tefja verkefnin. Það er löngu tímabært að menn geri ákveðna úttekt á virði hinna mismunandi starfa,þar sem áhætta spilar inn í,eða eitthvað klígjugjarnt eins og að losa klóak.  

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2015 kl. 14:41

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Af hverju á bankastjóri að fá fjórföld meðallaun.  Dómar í hrunmálum hafa sýnt að bankastjóri ber enga ábyrgð, en menn hafa verið dæmdir fyrir hin ýmsu brot vegna samninga og annars þess háttar, en ekki fyrir að stýra bönkunum á hausinn.  Ábyrgðin er bara gagnvart hagnaðinum.  Eðlilegra væri að bankastjórar væru á venjulegum launum og fengju svo bónus út frá hagnaði.

Hvað sem fólk heldur, þá er hlutverk banka að græða peninga, þeir eru alls ekki í einhverri samfélagsþjónustu.

Steinarr Kr. , 30.12.2015 kl. 14:42

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar laun hátekjumanns hækka um 565 þúsund, renna kr.67.800 af hækkuninni til lífeyrissjóðs, kr.337.200 til ríkisins í formi tekjuskatts og tryggingargjalds.  Samt sem áður fær launþeginn útborgað kr.291.500 meira en áður.  Allir græða? 

Kolbrún Hilmars, 30.12.2015 kl. 14:56

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

 Mikið er nú gott að einhver tekur upp hanskann fyrir þetta fólk. 

Jón Ragnarsson, 30.12.2015 kl. 17:33

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einhver hissa á að sjá fulltrúa sérhagsmunasamtaka auk framsjalla,  stökkva fram og verja sjálftöku auðmanna og ofurríkra?  Ekki ég.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.12.2015 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband