Evrópa gefst upp á ESB og evru

Ferðafrelsi ríkir ekki lengur í ESB. Slóvenar reisa gaddavírsgirðingu við landamæri annars ESB-ríkis, Króatíu. Svíþjóð tekur upp landamæraeftirlit til að stemma stigu við flóttamannastraumi frá meginlandi Evrópu.

Af evrunni er það að frétta að Grikkir fá ekki fjárhagsaðstoð frá ESB vegna þess að Spánverjar munu vilja hið sama, þ.e. afskriftir af skuldum, en við það yrði ESB gjaldþrota. Þýskir fjármálavitringar segja að björgunarstarf seðlabanka evrunnar búi til óstöðugleika á evru-svæðinu.

Evrópusambandið ræður ekki við verkefnin sem sambandinu er ætlað að leysa. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær ESB liðast í sundur.


mbl.is Vill Holland úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er raunsönn mynd af ástandinu sem þú dregur upp kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.11.2015 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband