Amerískur kapítalismi betri en ASÍ

Forstjóralaun í Bandaríkjnum eru uppi á borðinu og launabil fyrirtækjanna sömuleiðis, segir í frétt Viðskiptablaðsins.

Alþýðusamband Íslands, sem í gegnum lífeyrissjóðina á stóran hlut í stærstu fyrirtækjum landsins, segist ekki geta mótað stefnu um forstjóralaun og ekki heldur gert launakerfið gagnsærra.

Um þetta var bloggað hér sl. haust

Ein aðgerð, sem ASÍ gæti beitt sér fyrir, er að setja saman launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaþróun þeirra. Ef lífeyrissjóðir settu sem skilyrði fyrir hlutabréfakaupum að forstjóri og e.t.v. millistjórnendur tækju þátt í launavísitölunni yrði ekki vandamál að setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi þjóna því hlutverki að fylgjast með launaskriði á æðstu stöðum og vera aðhald á forstjóragræðgi sérstaklega en einnig á innistæðulausar launahækkanir almennt.

Til hliðar við launavísitöluna ætti ASÍ að berjast fyrir jafnlaunavístölu fyrirtækja sem mældi muninn milli hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitalan myndi upplýsa um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna. Í orði kveðnu segir ASÍ berjast fyrir hagsmunum þeirra launalægstu. Jafnlaunavísitalan myndi gagnast þeim mest.

Það er klént, svo ekki sé meira sagt, að amerískur kaptítalismi skuli gera betur en Alþýðusamband Íslands þegar kemur að gagnsæju launakerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband