Grikkland er í fátæktargildru evrunnar

Með evru eru Grikkir fastir í ósjálfbærum skuldum og gengisskráningu sem viðheldur atvinnuleysi upp á 25 prósent, þar sem annar hver undir þrítugu er án vinnu. Gengi evrunnar er ákveðið í Brussel, Frankfurt, París og Berlín og Grikkjum finnst sjálfsagt að aðrar þjóðir ali önn fyrir þeim.

Lífeyrissjóðakerfið í Grikklandi er það dýrasta í Evrópu, og sennilega öllum heiminum, tekur til sín heil 16,2 prósent af þjóðarframleiðslu. Grikkir geta byrjað lífeyristöku 58 ára gamlir sem er með því yngsta í ESB-ríkjum.

Ríku ESB-ríkin í norðri eru ekki tilbúin að niðurgreiða lífeyrisgreiðslur til Grikkja og krefjast þess að þær verði lækkaðar.

Grikkir líta svo á að krafa ESB-ríkja sé íhlutun í grísk innanríkismál. Í Evrópusambandinu, sérstaklega í evru-samstarfinu, eru einstök þjóðríki óðum að fá stöðu héraðsstjórna í sambandsríki Evrópu.

Val Grikkja stendur á milli þess að vera fátækir, atvinnulausir og ósjálfbjarga í evru-samstarfi eða rífa af sér hlekkina og verða þjóð meðal þjóða á ný.


mbl.is Bankarnir eru akkilesarhæll Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessu landi er búið að vera meira og minna stjórnað af múgæsingamönnum og glæpaklíkum síðan eftir heimstyrrjöld.  Það er ekkert að fara að breytast.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.6.2015 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband