Verkföllin eru pólitískur Reykjavíkurvandi

,,Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum hefur gert nýja kjarasamninga við tíu fyrirtæki í bænum síðustu tvo daga og fleiri eru í burðarliðnum. »Við urðum að hleypa inn í hollum, það var svo mikill áhugi,« segir Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífanda."

Tilvitnunin hér að ofan er í frétt í prentútgáfu Morgunblaðsins í gær. Sambærilegar fréttir voru  af vettvangi verkalýðsfélagsins á Húsavík.

Fyrirtæki og launþegar geta samið sín á milli úti á landi en ekki á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hvað veldur?

Það eru önnur atriði en skipting afraksturs fyrirtækja sem ráða ferðinni í verkfallsaðgerðum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASí þvælir til dæmis Evrópumálum inn í launadeiluna. Nýkjörinn formaður BHM er ESB-sinni, rétt eins og forseti ASí.

Í forystu verkalýðshreyfingarinnar eru pólitísk öfl sem guldu afhroð í síðustu þingkosningum. Þau hyggjast beita verkalýðshreyfingunni til að veikja ríkisstjórnina.

Hagsmunir launþega eru ekki í fyrirrúmi í málflutningi verkalýðsforystunnar.

 

 


mbl.is Hvatt til sameiginlegs verkfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held reyndar að Gylfi komi ekki að neinum samningaviðræðum og ESB hafi ekkert með samningamál að gera! Flott ef að samningar eru að taksst við einstök fyrirtæki en úps Starfsgreinasambandið er nú ekki bara á stórreykjavíkursvæðinu! En ASÍ er ekki að semja heldur eru nú einstök félög og samb0nd sem fara með samningamál sín sjálf!

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2015 kl. 13:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. og Þórunn Sveinbjarnar tók við sem formaður fyrir nokkrum vikum og verkföll voru þá hafin eða búið að kjósa um þau!

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2015 kl. 13:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Magnús,Nei Gylfi semur ekki í launamálum verkafólks. Kraftar hans fara í að viðhalda stöðu sinni sem forseti ASÍ.,með tilheyrandi auði og völdum.Nauðugur hlustar maður á hann í sjónv,talandi eins og byltingarsinna.Það vantaði bara að hann steytti hnefa ætlaðan ríkisstjórninni, vegna ESb réttlátrar meðferðar.Skrítið fyrirkomulag það,að halda völdum án alherjar kosningu félaga í ASÍ.

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2015 kl. 14:32

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sem betur fer kemur Gylfi Arnbjörnsson ekkert að kjarasamningum nú og vonandi að það haldi. Það er ekki beinlínis glæsilegur ferill sem sá maður á í baráttu fyrir launþega þessa lands. Kannski hans stæðsta glapparskot þegar hann kom í veg fyrir að verðtryggingin yrði tekin tímabundið úr sambandi, eftir að bankarnir féllu haustið 2008. Þar hafði hann meira af launþegum en nokkrum öðrum hefur nokkurn tímann tekist eða mun nokkurn tímann takast.

Hitt er rétt hjá síðuhafa, að pólitísk öfl hafa allt of mikil áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar og er það henni til vansa og hefur haft ill áhrif á kjör fólks í landinu.

Það er því gleðilegt þegar einstök félög láta slíkt ekki þvælast fyrir sér og gerir kjarasamninga út frá því sem félagsmenn kjósa og atvinnurekendur hafa burði til að greiða. Hvað sem Þorsteinn Víglundsson segir þá hafa verið gerðir fjöldi slíkra samninga út á landsbyggðinni. Ekkert er sem bannar fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu að gera það sama, en kjarkur vinnuveitenda þar virðist vera minni en hinna sem á landsbyggðinni búa. Þeir óttast Þorstein.

Gunnar Heiðarsson, 3.5.2015 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband