Pútín fyrirlítur Tsipras en er vinur hans

Svikin eru þegin með þökkum en svikarinn er fyrirlitinn. Á þessa leið teiknar þýska útgáfan Die Welt upp samskipti Tsipras forsætisráðherra Grikklands og Pútíns Rússlandsforseta. Fyrirsögn fréttarinnar er: Fyrirlitningin skín af andliti Pútíns.

Tsipras er í Moskvu til að sýna Evrópusambandinu fingurinn. Grikkland er gjaldþrota en vill nýjan björgunarpakka frá Brussel án íþyngjandi skilmála. ESB-ríkin telja tímabært að Grikkir uppfylli samninga sína um uppstokkun á opinberum rekstri.

Evrópusambandið er í viðskiptastríði við Rússa vegna Úkraínu-deilunnar. Að forsætisráðherra Grikklands skuli yfir höfuð fara til Rússlands er svik við samstöðu ESB-ríkja. De Welt tekur saman yfirlit yfir umfjöllun evrópskra fjölmiðla um heimsókn Tsipras með fyrirsögninni Nytsamur fábjáni.

Í Telegraph er haft eftir Tsipras að hann sé forsætisráðherra fullvalda ríkis og sé með fulla heimild til að móta utanríkisstefnu Grikklands samkvæmt því. Með slíkri yfirlýsingu grefur forsætisráðherrann undan tiltrú á Evrópusambandinu.

Pútin Rússlandsforseti má vel við una. Óvinir óvinanna eru vinir hans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar þann bugaða vantar breiðan faðm að falla í.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2015 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband