Ekki-umræðan um ESB

Evrópuumræðan á Íslandi er löngu hætt að snúast um kosti þess og galla að ganga í Evrópusambandið. Þeir sem mæla með inngöngu, ESB-sinnar, eru löngu hættir að ræða Evrópusambandið og hvað það stendur fyrir og framtíðarhorfur þess.

Nei, öll umræðan af hálfu ESB-sinna gengur út á að halda þjóðaratkvæði um ESB-málið. En það voru einmitt ESB-sinnar sem höfnuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins 16. júlí 2009 um að þjóðin fengi að taka afstöðu til þess hvort sótt skyldi um aðild.

Rök ESB-sinna hafa verið þau að ekki væri hægt að taka afstöðu til ESB-aðildar fyrr en samningur lægi fyrir. Eftir að ESB-ferlið strandaði og afturköllun umsóknarinnar komst á dagskrá tóku ESB-sinnar að kyrja þann söng að þjóðin yrði að fá að segja sitt álit á málinu.

Þjóðin sagði sitt álit á málinu í þingkosningunum 2013 þegar eini ESB-flokkurinn, Samfylking, fékk 12,9 prósent fylgi. Þjóðin kaus til meirihluta á alþingi flokka sem eru með margsamþykktar ályktanir um að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

ESB-sinnar munu halda áfram ekki-umræðunni um Evrópusambandið trúir þeirri hugsjón að betra sé að veifa röngu tré en öngvu.

 


mbl.is Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband