Helgi auðmaður, lífeyrissjóðirnir og borgaraleg óhlýðni

Helgi Magnússon auðmaður stjórnar bæði eigin fjárfestingum og fjárfestingum Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helgi er talinn einn af þeim sem fjármagna sjónvarpsstöðina Hringbraut enda sérstakt áhugamál Helga að gera Ísland að ESB-ríki.

Helgi mun sitja til ársins 2016 hið minnsta í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að gæta hagsmuna sinna. Helga finnst allt í lagi að vöðla saman einkahagsmunum sínum og hag launþega sem skyldaðir eru til að greiða í lífeyrissjóð sem Helgi stjórnar.

Lífeyrissjóðirnir eru löngu komnir á síðasta söludag þegar menn eins og Helgi valsa þar um sér til hagsbóta.

Borgaraleg óhlýðni sem Sölvi Tryggvason sýnir með því að greiða ekki í lífeyrissjóð gæti orðið fyrirmynd að áhlaupi almennings að Helga auðmanni og félögum hans.

En áður en það gerist mun Helgi auðmaður og félagar hans kaupa þjónustu almannatengla, líkt og Sölvi segir, til að telja okkur trú um að auðmenn viti hvað almenningi er fyrir bestu. Svona eins og í útrásinni. 


mbl.is Sölvi hætti að greiða í lífeyrissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband