Samfylkingarforysta á fjölmiðlaflótta

Flokksmenn í stjórnmálaflokkum kjósa sér forystu til að ræða pólitísk málefni á opnum vettvangi. Forysta Samfylkingar, þau Árni Páll og Sigríður Ingibjörg neituðu að mæta í Kastljós að ræða stjórnmál. Fyrrum formaður, Össur Skarphéðinsson, neitaði sömuleiðis.

Þegar forystufólk stjórnmálaflokks neitar að mæta í fjölmiðlaviðtal er það ekki að vinna vinnuna sína.

Flótti samfylkingarforystunnar frá fjölmiðlum hlýtur að vera upphaf að flótta úr forystusveitinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, það var sérstaklega tekið fram í Kastljósi í kvöld, að þau skötuhjú óskuðu ekki eftir að mæta í viðtal. Kannski ekki skrítið, þar sem staðan er með eindæmum. Mótframboð Sigríðar Ingibjargar kom fram mjög seint, og hún tapar með eins atkvæðis mun.

Mér finnst undrlegt að svona vinnubrögð séu viðhöfð í stjórnmálaflokki. Hefði haldið að framboð þurfi að berast innan tilskilins tíma og að frambjóðandi þurfi að gera grein fyrir stefnumálum sínum.

Samfylkingin var stofnuð sem breiðfylking nokkurra flokka og ætlaði sér að ná frekari völdum hér með þeirri aðferð. Það gekk kannski í einhvern tíma, en ég held að þetta sé að lognast út af.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 23.3.2015 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband