ESB-umsóknin verkfæri í deilum vinstrimanna

Samfylkingin neitaði að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum vorið 2009 nema með þeim skilyrðum að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Formaður Vg, Steingrímur J. Sigfússon, ítrekaði stefnu Vg daginn fyrir kjördag í sjónvarpi þannig að alþjóð mátti vita að Vg væri ekki ESB-flokkur.

Engu að síður þvingaði Samfylkingin það fram í stjórnarsáttmála fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar að sótt skyldi um aðild að ESB. Í atkvæðagreiðslunni 16. júlí 2009 sögðust þingmenn Vg vera á móti ESB-aðild en samþykktu engu að síður umsóknina. Samfylkingin rak þar með fleyg inn í Vg sem leiddi til klofnings og þess að fimm þingmenn Vg yfirgáfu flokkinn.

Samfylkingarmenn eiga erfitt að viðurkenna að offors þeirra í ESB-ferlinu kostaði vinnufriðinn í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. með því að hálfur þingflokkur Vg var orðinn ,,villikettir." Guðmundur Andri Thorsson tekur undir samfylkingarsíbyljuna um að Jón Bjarnason beri meginábyrgð á því að ESB-umsóknin strandaði. Jón var gerður að grýlu til að draga athyglinni frá því að ESB-umsóknin var taktísk hugsuð sem verkfæri að kljúfa Vinstri græna.

Aðalmaður Samfylkingar í ESB-málum, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, vissi með löngum fyrirvara að ESB-ferlið var dautt - og sneri sér að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fríverslunarsamningar og ESB-aðild eru gagnkvæmt útilokandi.

ESB-umsóknin var markvisst notuð til að eyðileggja samstarf Samfylkingar og Vg. Vinstrimönnum líður einfaldlega ekki vel nema í innbyrðis deilum. Eins og landsfundur Samfylkingar um helgina undirstrikaði rækilega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samkvæmt könnunum er það fámenn minnihlutaklíka sem vill EKKI halda aðildarviðræðum áfram.

Samkvæmt kenningu " blaðamannsins Páls " eru vinstri menn 80% þjóðarinnar en hann tilheyrir þessari 20% minnihlutaklíku sem vill halda ákvörðunum í bakherbergjum " FLOKKSINS "

Jón Ingi Cæsarsson, 24.3.2015 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband