Þóra býr til frétt um tómarúm Þorsteins

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður á Stöð 2 bjó til frétt úr pistli Þorsteins Pálssonar sem vill Ísland inn í ESB-ríkið sem logar stafnanna á milli.

Fréttatilbúningur Þóru heldur ekki máli enda spyr hún ekki Þorstein um ástandið í sæluríkinu ESB heldur tekur upp spuna hans um meint tómarúm í stefnu ríkisstjórnarinnar.

Fréttahönnun af þessu tagi er hrein og klár pólitík klædd í fréttabúning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Það er alltaf leiðinlegt og sárt þegar menn taka upp á því að ljúga. Í þessu viðtali segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks að hvergi sé minnst einu orði á samskipi við Evrópuríki í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ekki efa ég að hann hefur lesið þennan sáttmála og það oftar en einu sinni. Því fer hann fram með helbera lygi að þjóðinni.

Í síðasta kafla stjórnarsáttmálans segir að umsóknin að ESB skuli dregin til baka og að ekki verði hafnar viðræður að nýju án undangenginnar atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar. Síðar í sama kafla segir að aukin áhersla á gerð fríverslunarsamninga, bæði tvíhliða og á vettvangi EES.

Það er því helber lygi sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks heldur fram, að eitthvað tómarúm sé í samskiptum Íslands við Evrópu, í stjórnarsáttmálanum.

Kannski má kenna elliglöpum um þessi ummæli fyrrverandi formannsins, en mikið frekar má telja þetta pólitík, gamaldags pólitík frá þeim tíma er stjórnmálamenn gátu í skugga leyndar, logið að kjósendum. Í dag, á upplýsingaöld, dugir slíkt ekki lengur.

Vissulega koma ekki fram einkaáhugamál þessa fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokks um samskipti við sum ríki Evrópu fram í stjórnarsáttmálanum, enda samrýmast hans skoðanir í þeim efnum ekki samþykktum grasrótum stjórnarflokkanna. Það gerir stjórnarsáttmálinn hins vegar.

Og svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að ESB er ekki Evrópa, heldur samband 29 ríkja álfunnar. Þessari staðreynd eiga ESB sinnar, bæði hér á landi sem innan Evrópu, erfitt með að kyngja.

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2015 kl. 16:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar Bretland yfirgefur ESB snýr það sjálfsagt aftur í hóp EFTA ríkjanna, en hin fjögur vilja ekki ESB aðild, þ.e.  Noregur, Sviss, Liechtenstein og Ísland.  Flestum íslendingum þykir nóg að Ísland sé í EFTA - enda er þar ekki verið að gefa út neinar reglugerðir um það hvort menn eigi frekar að snýta sér að morgni en kveldi.

Kolbrún Hilmars, 18.1.2015 kl. 16:59

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þorsteinn er hinn mætasti maður, en í þessari grein yfirgefur hann sannleikann, ef ekki vísvitanid, þá vegna þess að hann hefur ekki leitað sér sér heimilda.

Alla vegna er eftir minni bestu vitund, þó að ég sé ekki óskeikull, þessi setning röng:

Vitaskuld var það vandræðalegt að forsætisráðherra sá ekki fyrir að hann sæti einn þjóðarleiðtoga heima.

Þessar setningar virka sömuleiðis tvímælis, eftir því sem ég best veit og þekki til.

Að öllu þessu virtu verður heimaseta forsætisráðherra heldur ekki slitin úr samhengi við þá ákvörðun hans að eyða næstu mánuðum í stórstyrjöld um afturköllun aðildarumsóknarinnar.

Þó að þátttakan í Parísargöngunni hafi náð út fyrir raðir Evrópusambandsins er alveg ljóst að það hefði verð snúnara eftir að hafa gengið í fylkingarbrjósti á þeim mikla samstöðuvettvangi að koma heim til að knýja á um formleg viðræðuslit við þær þjóðir sem voru burðarásinn í þeirri einingu og þeim styrk sem þar var sýndur.

Það leikur enginn vafi á því að það voru ekki allir þjóðarleiðtogar í "samstöðugöngunni".  Allir tóku eftir því að Obama vantaði, en ég held reyndar að enginn hafi tekið eftir því að Sigmund vantaði.

En sömuleiðis voru, eftir minni bestu vitneskju ekki þjóðarleiðtogar frá öllum þjóðum Evrópusambandsins.  Það voru ekki leiðtogar frá öllum NATO þjóðum.

Eftir því sem ég kemst næst, var Ísland ekki sinu sinni eina EFTA landið sem þjóðarleiðtoga vantaði frá.  Hvað stendur þá eftir?

Ég bloggaði reyndar um þetta stóra fjarvistarmál fyrir nokkrum dögum, það má finna hér  http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/1579233/

 

G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2015 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband