Katrín skilar auðu í utanríkismálum - Vg óþarfur flokkur

Flokkur sem ekki tekur afstöðu til þess hvort Ísland eigi heima utan eða innan Evrópusambandsins er í raun ekki með neina stefnu í utanríkismálum.

Aðild að ESB myndi festa Ísland við framtíð meginlands Evrópu sem býr við ógnir innan frá, samanber hryðjuverkin í París og uppnám evrunnar, og utan frá og nægir þar að vísa til Úkraínu-deilunnar við Rússa.

Þingflokkur Vg er á launum frá almenningi og flokkurinn á framfæri ríkissjóðs til að hafa skoðun á álitamálum samtímans. Stjórnmálaflokkur sem ekki tekur afstöðu til ESB-aðildar getur allt eins hætt í pólitík.


mbl.is Vilja enn þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Við þetta tækifæri er rétt að rifja upp orð Steingríms frá degi fyrir kosningar 2009

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Stefán Örn Valdimarsson, 16.1.2015 kl. 11:26

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já það er gott að halda þessari ræðu jarðfræðinmans til haga. Hann segir þarna sannleikann um stefnu flokks síns vitanlega - því lýgur hann ekki ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.1.2015 kl. 12:32

3 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Betra að hafa slóðina virka. Afar sannfærandi Steingrímur.

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Stefán Örn Valdimarsson, 16.1.2015 kl. 14:58

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Upp úr sápuvatni sannleikans þvær lygin sín ull,svo er nú það: Halldór K. Laxnes.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2015 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband