Hreiðar Már og auðmannaútgáfan

Hreiðar Már Sigurðsson var dæmdur í Al-Thani málinu í meira en fimm ára fangelsisvist. Hreiðar Már viðurkenndi ekki sekt sína heldur hélt fram sakleysi. Vörn Hreiðars Más var vegin og úrskurðuð léttvæg.

Maður sem er nýbúinn að fá á sig dóm er nokkuð djarfur að ryðjast fram í auðmannaútgáfunni, sem heitir Fréttablaðið, með ásakanir um aðrir hafi ekki farið eftir settum reglum.

Auðmannaútgáfan af sannleikanum er sambærileg við guðsorðið sem skrattinn finnur í Biblíunni.


mbl.is SÍ sakar Hreiðar um ósannsögli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svo er samt að skilja á skýrslu RNA, að honum og fv. seðlabankastjóra hafi komið ágætlega saman. Verið sæmilegir vinir.

Allavega nægilegt til að fv. seðlabankastjóri seildist í sameiginlega sjóði Alþýðunnar og létt hann fá um 100 milljarða í alvöru mynt rétt si sona.

Tók 100 milljarða af almannafé, einn og sér, og lét það fara bara einhvern andskotann.

Eg veit það ekki, en það er undarlega meðferð fjármuna sem sumir vilja viðhafa hér á landi og ekki nema von að þessir menn rústi öllu reglulega og skilji alþýðu manna eftir slyppa og snauða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2014 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband