Ríkissaksóknari á að segja af sér

Ríkissaksóknari gerði embættið að pólitísku verkfæri vinstrimanna með því að taka þátt í atlögunni að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tilbúningi sem kallast ,,lekamálið".

Eins og dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, bendir á hlýtur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að láta jafnt yfir alla ganga og stökkva nú til að rannsaka leka úr Samkeppniseftirlitinu til Kastljóss á ríkisútvarpi vinstrimanna.

Ef ríkissaksóknari bregst ekki við áskoruninni viðurkennir embættið að leki sé aðeins rannsakaður þegar vinstriflokkunum liggur á að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Og ef ríkissaksóknari rannsakar Samkeppniseftirlitið þá grefur eitt embætti almennings undan öðru embætti almennings aðeins til að þóknast sértækum hagsmunum þeirra sem svindla  almenningi í skjóli fákeppni.

Hvort heldur sem er þá vinnur embætti ríkissaksóknara undir forystu Sigríðar Friðjónsdóttur gegn almannahagsmunum.

Til að spara okkur frekari leiðindi ætti Sigríður Friðjónsdóttir að viðurkenna það sem liggur í hlutarins eðli; að hún ræður ekki við embættið sem henni var falið.


mbl.is Ríkissaksóknari: Vísbendingar um brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigríður Friðjónsdóttir verður að ath. þessa vísbendingu eða viðurkenna að embættið er henni um megn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2014 kl. 09:54

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Og ég býst við að Umboðsmaður Alþingis tekur þetta lekamál föstum tökum.

sleggjuhvellur, 18.10.2014 kl. 11:22

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvaða pólitíska heift er þetta Páll?  Enginn sem ekki hefur beinna hagsmuna að gæta lýtur svo lágt að rægja þann embættismann sem á það sízt skilið.  Að saka Ríkissaksóknara um óhlutlægni vegna þess að hún var skipuð af Alþingi til að sækja mál Alþingis fyrir Landsdómi er álíka og saka Ólaf Þór um að vera fulltrúa Björns Bjarnasonar og Sjálfstæðisflokksins af því hann var handvalinn af Birni í það embætti.

Og varðandi þann spuna Hönnu Birnu að lekamálið sé pólitískar ofsóknir þá sæmir ekki jafn dómgreindum manni og þér að taka undir þann spuna. Upplýsingarnar úr Innanríkisráðuneytinu áttu ekki erindi við almenning frekar en upplýsingarnar úr sjúkraskrá vitskerta mannsins fyrir austan áttu við lesendur læknablaðsins.

Hin fjölmörgu mál sem Kastljós hefur fjallað um og byggt á trúnaðarupplýsingum eru allt annars eðlis.  Þar hefur almenningur átt fullan rétt á upplýsingum sem kerfið hefur reynt að halda frá kastljósi fjölmiðla.  

Ég efast ekkert um að ríkissaksóknari skilur þennan eðlismun enda er hún ekki pólitísk senditík hvað sem þínum dylgjum líður og annarra sem hafa lagt rógsherferð útrásarvíkinga og pólitískra öfgamanna lið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2014 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband